Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Side 41
Jóhannes Skaftason lektor og Þorkell Jóhannesson prófessor: GEYMSLUÞOL BLÓÐSÝNA, SEM TEKIN ERU TIL ÁKVÖRÐUNAR Á ALKÓHÓLI Ákvarðanir á alkóhóli (etanóli) í blóðsýnum, er tekin eru úr far- þegum og ökumönnum vegna gruns um brot á umferðarlögum, hófust í Rannsóknastofu í lyfjafræði 1.9. 1972. Var þá jafnframt tekin upp ný og sérhæfð aðferð, gasgreining á súlu, til ákvarðana á alkóhóli. Hefur þessari aðferð verið ítarlega lýst (Skaftason & Jóhannesson, 1975). Fljótléga varð þó ljóst, að umbúnaði, merkingu og ástandi blóðsýna, er til rannsóknar bárust, var í ýmsu svo áfátt, að eigi mætti til frambúðar haldast. Ritaði Rannsóknastofan þess vegna dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bréf að þessu lútandi í ársbyrjun 1973, er aftur óskaði tillagna Rannsóknastofunnar í málinu. Lok málsins urðu þau, að ráðuneytið setti 6.5. 1975 reglur um töku, umbúnað, merkingu og sendingu sýna þessara. Hefur þessum fyrirmælum verið vel tekið og er nú að því er virðist nær undantekningarlaust hlýtt. Eitt meginatriðið í fyrrgreindum reglum dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins er, að sagt er fyrir um notkun sérstakra sýnaglasa úr mjúku plasti (pólýetýlen), er taka um það bil 5 ml af blóði (og fylla skal við sýnatöku) og í er vegið 0,2 g af natríumflúoríði til þess að varna sega- myndun og rotnun. Fyrirtækið G. Ólafsson hf. í Reykjavík annast sölu á glösum þessum með végnu magni natríumflúoríðs í, tilbúnum til notkunar við sýnatöku. Á árunum 1973 og 1974 fóru fram í Rannsóknastofunni rannsóknir á geymsluþoli blóðsýna í glösum þessum við kæliskápshita ( + 4°). Vegna aðildar Rannsóknastofunnar að norrænu samstarfi um gæða- mat á alkóhólákvörðunum í blóðsýnum voru tilraunir þessar endur- teknar á síðastliðnu ári og gerðar fyllri en áður var. Þykir rétt að kynna lögfræðingum niðurstöðutölur þessara tilrauna á prenti. 87

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.