Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Page 49

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Page 49
Tveir almennir félagsfundir voru haldnir á árinu, annar um endurgjaldslausa lögfræðiaöstoð en hinn um nýju þinglýsingarlögin. Við stjórnarkjör var Þorsteinn Júlíusson hrl. kjörinn formaður félagsins, en meðstjórnendur til tveggja ára voru kjörnir Jónas A. Aðalsteinsson hrl. og Helgi V. Jónsson hrl. Úr stjórninni gengu samkvæmt félagslögum þeir Guðjón Steingrímsson hrl., Hákon Árnason hrl. og Jón E. Ragnarsson hrl. Áfram sitja í stjórninni til næsta aðalfundar þeir Stefán Pálsson hdl. og Skarphéðinn Þóris- son hdl. í varastjórn voru kjörnir til eins árs þeir Gunnar Sólnes hrl., Jón Magnússon hdl. og Ólafur Axelsson hdl. Endurskoðendur félagsins voru kjörnir Ragnar Ólafsson hrl. og Othar Örn Petersen hdl. og til vara Gústaf Þór Tryggvason hdl. Gjaldskrárnefnd var endurkjörin, en í henni eiga sæti Gunnar Sæmundsson hdl., Skúli J. Pálmason hrl. og Jón Ólafsson hrl. Fundurinn samþykkti breytingar á samþykktum félagsins þess efnis, að á aðalfundi skuli auk gjaldskrárnefndar kjósa tvær fimm manna nefndir. Nefnist önnur kjaranefnd en hin laganefnd. Hlutverk kjaranefndar er að vinna að bættum hag félagsmanna og gera tillögur til stjórnar félagsins um málefni, er varða kjör þeirra, svo sem launamál, markaðsmál, tryggingamál, skattamál, orlofsmál og menntunarmál. Hlutverk laganefndar er að fylgjast með lögum, lagaframkvæmd og lagafrumvörpum og gefa stjórn félagsins ábendingar og tillögur til umsagna um þau. Kjörið var í nefndirnar á fundinum og skipa nú kjaranefnd þeir Jón E. Ragnarsson hrl., Ragnar Aðalsteinsson hrl., Brynjólfur Kjartansson hrl., Jón Steinar Gunnlaugsson hdl. og Gestur Jónsson hdl. Laganefnd skipa Benedikt Blöndal hrl., Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., Jón Finnsson hrl., Páll Arnór Pálsson hdl. og Bald- ur Guðlaugsson hdl. Samþykkt var að hækka grunntölur í lág- marksgjaldskrá L.M.F.i. um 29—30%. Þá var samþykkt að hækka árgjald félagsmanna í kr. 45.000 og samþykkt hækkun málagjalda í kr. 1.800. Á fundinum var Rannveig Þorsteinsdóttir hrl. kjörinn heiðursfélagi L.M.F.i., en Rann- veig er fyrst íslenskra kvenna til þess að hafa lögmannsstörf að aðalstarfi og rak um árabil lögmannsskrifstofu í Reykjavík. #'**r Að kvöldi aðalfundardags var árshátíð fé- lagsins haldin í Lækjarhvammi við Hagaorg og var nýkjörinn heiðursfélagi heiðursgestur samkomunnar. réttariögmaour, heiðursféiagi Lög- Skrifstofa felagsms er sem fyrr að Óðins- mannaféiags isiands. götu 4, undir stjórn Jónínu Bjartmars. 95

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.