Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Page 3
IIMAIÍII- u lÍKilHIJHMiA 3. HEFTI 36. ÁRGANGUR NÓVEMBER 1986 AUGA FYRIR AUGA ... Nýlega fór fram á vegum eins Reykjavíkurblaðanna skoðanakönnun um þá spurningu, hvort rétt sé að láta kynferðisafbrotamenn gangast undir afkynjun- araðgerð. Af 800 manna úrtaki 18 ára og eldri samkvæmt tölvuskrá yfir síma- númer á landinu öllu tóku 87% ákveðna afstöðu, og 85,3% þeirra svöruðu spurningunni játandi. Var spurningin þó mjög almenns eðlis, hvorki bundin við síbrotamenn né þá, sem leita á börn. Þótt íslendingar taki stundum upp á því að vera refsiglaðir, eru þeir þess á milli með mildustu þjóðum í þessu efni. Opinberar umræður hér á landi og viðhorf almennings til afbrota og refsivörslukerfis hneigjast til að vera sveiflu- kennd, skammvinn og tilfinningaleg. Erfitt er því að segja til um, hvaða álykt- anir draga má af umræddri könnun, t.d. hvort almennrar óánægju gæti með refsivörslukerfið eða sérstaklega með meðferð þess á kynferðisbrotum. Úr- slitin geta tæpast talist marktæk um afstöðu fólks til afkynjunar, þar sem valið stóð I raun einungis um óbreytt ástand, sem allir eru óánægðir með, og af- kynjun, sem er einhver harðasti kosturinn, sem hægt er að hugsa sér, að líf- látshegningu frátalinni. Ekki gafst kostur á að velja um önnur úrræði, sem op- inberlega hefur þó verið bent á. Auk þess má stórlega draga í efa, að svar- endur hafi almennt gert sér grein fyrir eðli og afleiðingum afkynjunar. Loks ber að vekja athygli á því andrúmslofti haturs og frumstæðra refsihvata, sem könnunin fór fram í. Lagaheimild til afkynjunar er að finna í lögum nr. 16/1938, um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt. Leyfi til afkynjunar má veita gegn vilja viðkomandi að undangengnum dóms- úrskurði um kröfu ákæruvalds í þá átt, enda liggi gild rök til þess, að óeðlileg- ar kynhvatir hans séu líklegar til þess að leiða til kynferðisglæpa eða annarra hættulegra óbótaverka og ekki verði úr bætt á annan hátt, sbr. 5. og 7. gr. lag- anna. Lagatæknilega er ekki litið á afkynjun sem refsingu, heldur sem öryggis- ráðstöfun eða jafnvel læknisúrræði. Slíkar nafngiftir skipta auðvitað engu máli, þegar um jafnafdrifarík og óafturkallanleg úrræði er að ræða. Með ólíkindum 149

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.