Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Qupperneq 4

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Qupperneq 4
er, að hinn brotlegi sjálfur eða almenningur upplifi afkynjun sem eitthvað ann- að en refsingu. Líkamlegar refsingar hafa fyrir löngu verið lagðar niður á Is- Iandi, og í íslenskri refsisögu þekkjast ekki heldur nein dæmi þess, að afkynj- un hafi verið neytt upp á nokkurn mann. Afkynjunarákvæðin voru lögfest á timum, er menn trúðu á alls kyns meðferð og aðgerðir á brotamönnum án þess að viðhlítandi vísindagrundvöllur væri fyrir árangri, auk þess sem þær reyndust oft ranglátar og mun harðari viður- lög en hefðbundnar refsingar. Löggjöf af þessu tagi kom til sögunnar í fáein- um löndum á 4. og 5. áratug aldarinnar, á tímum þeirrar hugmyndafræði, sem fæstir vildu lifa á nýjan leik. Afkynjunarákvæði laga gerðu yfirleitt ráð fyrir samþykki brotamanns, að undanskildum dönskum, finnskum og íslenskum lögum svo og norskum og þýskum lögum á nasistatímanum. í Danmörku var ákvæðið um nauðungaraðgerðir afnumið árið 1973. Vafasamt er, að slík á- kvæði standist nú samkvæmt mannréttindasáttmálum þeim, sem ísland er aðili að, sbr. augl. nr. 11/1954 um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd- un mannréttinda og mannfrelsis, 3. gr. samningsins og augl. nr. 10/1979 um aðild að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, 7. gr. samn- ingsins. Afkynjun er ómannúðlegt og grimmilegt andsvar við alvarlegum, stundum villimannlegum afbrotum. Hún er dæmi um táknræn viðbrögð með sterkum hefndarblæ í anda hinna fleygu orða: auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Ef við á annað borð teljum tilganginn helga meðalið, kemur þá ekki til álita að taka upp dauðarefsingu við manndrápum af ásetningi? Eða erum við reiðubúin að viðurkenna, að líkamsrefsingar, hverju nafni sem nefnast, séu andstæðar menningar- og mannúðarviðhorfum nútímans? Það er vart réttlætanlegt að veita mönnum vald til aðgerða, sem leitt geta af sér djúpstæða röskun á sálarlífi einstaklings, félagslegri imynd hans og jafnvel ytri líkamlegum einkennum. Meira að segja árangur afkynjunar er um- deilanlegur. Þeir, sem sekir gerast um kynferðisbrot gegn börnum, eiga oftast við einhver sálræn vandamál að stríða. Þess vegna er vart við því að búast, að afkynjun hafi umtalsverð varnaðaráhrif gagnvart öðrum en hinum brotlega sjálfum. Og raunar er óvíst, að aðgerðin beri þann árangur gagnvart honum, sem til er ætlast. Hin sálrænu vandamál geta brotist út ( mörgum ófyrirsjáan- legum myndum. Jafnvel afkynjun með samþykki hins brotlega er hæpin. Reynslan erlendis hefur sýnt, að sjaldan er það samþykki veitt af heilum hug. Lög nr. 16/1938 eru Ijótur blettur á íslenskri löggjöf. Jónatan Þórmundsson 150
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.