Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Síða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Síða 13
þetta vísar Ólafur Lárusson til nokkurra hæstaréttardóma. 1 2. útg. eru m.a. nefndir H 1964, 536 og H 1966, 488. Auk þess má ætla, að í dómum hafi ekki alltaf verið gerður skýr greinarmunur á hugtökunum „yfirvofandi“ og „bráð“ hætta, sbr. t.d. H 1976, 974, héraðsdóminn á bls. 983, þar sem segir, að hættan, er skip- ið var í, hafi ekki verið yfirvofandi. Samt var atvikið dæmt björgun. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, er ekki alveg víst, að rýmkun sú á björgunarhugtakinu, sem stefnt er að með setningu sigll. 1985 sé í reynd eins mikil og samanburður á textum eldri og yngri laga gefur til kynna. 5. SÉRREGLA UM „LITLA“ HÆTTU Það nýmæli var lögfest, að um tiltekin bj örgunaratvik skuli ekki gilda almennar reglur um ákvörðun björgunarlauna, heldur sérstök regla þess efnis, að við ákvörðun þeirra skuli einkum gætt tilgreindra atriða, sem talin eru upp í 2. tl. 1. mgr. 165. gr. sigll. og getið var í 3. kafla hér að framan. 5.1. Efnisskipan 165. gr. sigll. Áður en nánar verður vikið að inntaki þessa nýmælis, er rétt að minnast sérstaklega á, hvernig efni 165. gr. sigll. er skipað niður. Al- mennar reglur um ákvörðun björgunarlauna eru í 1. tl. og upphafs- ákvæði 2. tl. 1. mgr. 165. gr. Var svo einnig í frumvarpi, sem samið var af björgunarlaunanefnd (sbr. 2. kafla hér að framan). f því frv. var hin nýja sérregla í 2. mgr. þeirrar greinar, sem svarar til 165. gr. sigll. 1985. Eins og áður segir, var frv. nefndar þessarar aldrei lagt sérstak- lega fyrir Alþingi, en var tekið upp í siglingalagafrv., sem lagt var fyr- ir Alþingi á 106. löggjafarþingi 1983-4 og endurflutt óbreytt á 107. löggjafarþingi 1984. Við gerð og meðferð síðarnefnds frumvarps urðu þau mistök, að sérreglan (2. mgr.) var færð í 1. mgr. þannig, að á eft- ir upphaflegu efni 2. tl., þ.e. orðunum „í öðru lagi verðmætis þess sem bjargað var“, kemur semíkomma og síðan sérréglan í beinu framhaldi. (Alþt. 1984 A, bls. 996). Voru ákvæðin lögfest í þeirri mynd. Þessi uppsetning lagatextans er óheppileg og gerir mönnum við fyrstu sýn erfiðara að greina á milli sérreglunnar og almennra reglna um ákvörð- un björgunarlauna. (f athugasemdum, sem fylgdu 165. gr. siglingalága- frv., er þess ekki gætt að breyta tilvitnunum í lagaákvæði í samræmi við breytta uppsetningu, þannig að tilvísanir til 2. mgr. eiga við ný- 159

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.