Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Page 26
nefndri traustkenningu, sem á sterkar rætur í fjármunarétti.10) Þessu
til frekari stuðnings má svo benda á, að í athugasemdum með frum-
varpi því, er síðar varð að lögum nr. 11/1986, segir beinlínis, að gert
sé ráð fyrir, að reglu 6. gr. frumvarpsins, þ.e. nú 36. gr. laga nr. 7/
1936, verði beitt á öðrum réttarsviðum með lögjöfnun.* 11)
3. EFNI 36. GR. LAGA NR. 7/1936.
Eftir gildistöku laga nr. 11/1986 er 36. gr. samningalaganna svo-
hlj óðandi:
„Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef
það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að
bera hann fyrir sig. Hið sama á við um aðra löggerninga.
Við mat skv. 1. mgr. skal líta til efnis samnings, stöðu samnings-
aðilja, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar kornu til“.
Þessi regla er í öllum aðalatriðum sambærileg við reglur samninga-
laganna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, eftir breytingar, sem gerðar
hafa verið á samningalögum þessara þjóða á síðustu árum. Þau frávik,
sem um er að ræða, eru minni háttar og hafa óverulega eða enga efn-
islega þýðingu.
3.1. Hliðrunarregla.
Eins og fram kemur í 1. mgr. 36. gr., veitir reglan bæði heimild til
að víkja samningi til hliðar í heild eða að hluta og einnig til að breyta
honum, ef tiltekin skilyrði eru fyrir hendi. Eins og fram kemur í grein
Þorgeirs örlygssonar,12) hafa lengi verið í íslenzkum lögum ákvæði,
sem heimilað hafa dómstólum að breyta samningsákvæðum á sviði fjár-
munaréttar, að vissum skilyrðum uppfylltum. Islenzkir dómstólar hafa
í einstökum tilvikum talið sér heimilt að breyta samningum í úrlausn-
um sínum, án þess að séð verði, að fyrir því hafi verið bein heimild í
lögum. Má sem dæmi nefna:
HRD X (1939), bls. 365.
Málavextir voru þeir, að J réð sig til starfa á saumastofu H í
Reykjavík. I ráðningarsamningi, sem þær gerðu, skuldbatt J sig
til þess að taka ekki starf hjá öðrum en H og vinna ekki fyrir utan
10) Sjá t.d. Ármann Snævarr, Fyrirlestrar í sifjarétti XII, bls. 484-485 og Peter Vesterdorf í
tilvitnuðu riti s.st.
11) Greinargerðin á bls. 22.
12) Þorgeir Örlygsson í Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1986, bls. 95.
172