Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Síða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Síða 32
Sem dæmi um samninga, þar sem annar samningsaðilinn öðlast svo miklar vanefndaheimildir, að ósanngjarnt getur talizt, má nefna ýmsa kaupsamninga um lausafé með eignarréttarfyrirvara. I slíkum samn- ingum er algengt, að ákveðið sé, að ef vanskil verða á greiðslu kaup- verðs, geti seljandi „með eða án aðstoðar fógeta“ tekið söluhlutinn úr vörzlum kaupanda. Er þá við það miðað, að seljandi þurfi ekki að end- urgreiða þann hluta kaupverðsins, sem þegar hefur verið inntur af hendi. 1 þeim tilvikum, sem kaupandi hefur greitt umtalsverðan hluta kaupverðsins og söluhlutur hefur ekki rýrnað tiltakanlega í verði, get- ur slíkt ákvæði orðið ósanngjarnt og þar með andstætt reglu 36. gr. 1. nr. 7/1936. Er hér talið, að í slíkum tilvikum geti kaupandi krafið selj- andann um endurgreiðslu á hluta kaupverðsins, og verður að telja kaup- anda eiga þennan rétt, þó svo að seljandi hafi verið settur inn í um- ráð söluhlutar með beinni fógetagerð, enda er það ekki hlutverk fógeta- dóms að dæma um skuldaskil aðilja, sbr. HRD XLI (1970), bls. 700. Sem dæmi um samninga, þar sem vanefndaheimildir eru takmarkaðar með þeim hætti, að ósanngjarnt getur talizt, má nefna samninga eða samningsákvæði um undanþágu frá bótaábyrgð. I fyrsta lagi undanþiggur seljandi sig stundum ábyrgð á eiginleikum söluhlutar. Er þetta ýmist með þeim hætti, að undanþágan tekur til eiginleika söluhlutarins sem heildar eða, eins og algengara er, að selj- andinn undanþiggur sig ábyrgð á eiginleikum einstakra þátta hins selda. Það er t.d. þekkt, að þeir, sem flytja inn og selja bifreiðar, undanþiggja sig ábyrgð á eiginleikum hjólbarða þeirra. I öðru lagi undanþiggur seljandi sig oft bótaskyldu með þeim hætti, að einungis tjón, sem verður með nánai’ tilgreindum hætti, telst bóta- skylt. Þannig er stundum áskilið, að tjón þurfi að verða vegna ásetn- ingsverka seljanda eða starfsmanna, sem hann ber ábyrgð á, til þess að bótaskyldu sé til að dreifa. Þá takmarkast bótaskylda seljanda stund- um í samningi við skemmri tíma en leiðir af 54. gr. 1. nr. 39/1922 (oft 6 mánuði) eða, eins og tíðkast í kaupsamningum um bifreiðar, að bóta- skyldan takmarkast við, að bifreið hafi verið ekið minna en ákveðinn kílómetrafjölda. Fræðimenn hafa almennt talið, að ef sá, sem undanþiggur sig bóta- ábyrgð eða menn, sem hann ber ábyrgð á, veldur tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, geti hann ekki borið slíka ábyrgðartakmörkun fyrir sig.24) I dómaframkvæmd má einnig finna dæmi þess, að slíkum samningum 24) Sjá t.d. Henry Ussing: Obligationsretten, Almindelig del, bls. 161-162. 178

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.