Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 34
Varð því niðurstaðan sú, að H.F. Eimskipafélagi íslands bæri að bæta G tjónið, sem hann varð fyrir við eyðileggingu á búslóðinni. Þessi nið- urstaða er sambærileg við niðurstöðuna í HRD XL (1969), bls. 1245. Séu þessar fjórar dómsúrlausnir bornar saman, má fullyrða, að nið- urstaðan er í öllum tilvikum í samræmi við almennt sanngirnismat. Það er að mínu mati erfitt að finna önnur frambærileg rök fyrir niðurstöð- um þessum en að þar hafi sanngirnismat ráðið miklu. Með breytingum þeim, sem gerðar hafa verið á 36. gr. 1. nr. 7/1936, væri a.m.k. einfald- ara að beita því ákvæði, ef víkja ætti samningi eða samningsákvæðum um undanþágu frá bótaábyrgð til hliðar. Má hugsa sér, að slíkum samn- ingsákvæðum mætti víkja til hliðar með stoð í 36. gr. 1. nr. 7/1936, þótt einungis væri minni háttar gáleysi til að dreifa, ef atvik væru að öðru leyti þannig, að það yrði talið ósanngjarnt að bera samnings- ákvæðin fyrir sig. 1 þriðja lagi undanþiggur samningsaðili sig oft ábyrgð með því að takmarka bótafjárhæðir í samningnum sjálfum eða með því að takast einungis á hendur skyldu til þess að greiða hluta þess tjóns, sem hinn samningsaðilinn kann að verða fyrir. Fyrir kemur, að í kaupsamningi sé ákveðið, að seljandi bæti tiltekið tjón vegna galla, allt að tilteknu hlutfalli af söluverði hins selda. Þá er algengt í svonefndum ábyrgðar- skírteinum, sem stundum eru í raun einungis samningar um undanþág- ur frá bótaábyrgð, að seljandi ábyrgist viðgerð á göllum söluhlutar, kaupanda að kostnaðarlausu, en kaupandinn verði hins vegar að sjá um flutning söluhlutarins til viðgerðarstaðar og geti ekki áskilið sér greiðslu úr hendi seljanda fyrir flutninginn. Ætla má, að slíkir samningar geti í einstökum tilvikum farið í bága við 36. gr. 1. nr. 7/1936. 4.2.4. Þá má ætla, að reglu 36. gr. 1. nr. 7/1936 verði stundum beitt til þess að víkja til hliðar eða breyta verðákvæðum í samningum. Þeg- ar um lausafjárkaup er að ræða, gilda áfram 5. og 6. gr. 1. nr. 39/1922, þ.e. í þeim tilvikum, þegar ekkert hefur verið ákveðið um hæð kaupverðs. Á öðrum réttarsviðum verður að telja, að 36. gr. samn- ingalaga eigi við, þannig að því ákvæði verður væntanlega beitt, en ekki meginreglu 5. gr. 1. nr. 39/1922 (eða því ákvæði samkvæmt grunn- rökum sínum eða fyrir lögjöfnun), eins og gert var í þeim dómum, sem drepið var á í lið 4.1. hér að framan. Réglunni verður vitaskuld ekki einungis beitt, þegar ekkert er ákveðið um verð, heldur má, ef skil- yrðum er að öðru leyti fullnægt, víkja til hliðar eða breyta verðákvæði 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.