Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Page 48
UFR 1981, bls. 725 (V.L.). Ruth Tobiesen mod Vime Konsum A/S.
Við gerð leigusamnings um húsnæði þann 19. des. 1958 milli R og V
fékk leigutakinn V forkaupsrétt að eigninni. V flutti aðsetur sitt og
við tók nýr leigjandi árið 1971. Var leigusamningi aflýst, en ekki hinu
sérstaka forkaupsréttarákvæði. Þegar R hugðist selja eignina 1979,
bar V fyrir sig forkaupsréttarákvæðið, en R mótmælti. Endaði deila
þessi með réttarsátt, þar sem R greiddi V 10.000 Dkr., til þess að hann
félli frá forkaupsrétti. Skömmu eftir réttarsáttina höfðaði R mál til
endurgreiðslu á þessu fé. Dómurinn taldi, að með hliðsjón af því að
gildi forkaupsréttarins væri algerlega tengt leigusamningi, sem annar
aðili hefði yfirtekið 7 árum áður, og að V hefði verið ljóst við gerð
sáttarinnar, að R taldi sér ekki skylt að greiða, en gerði það til að hindra
ekki sölu á eigninni, bæri að ógilda réttarsáttina með stoð í 36. gr.
samnl. . . Var því fallizt á endurgreiðslukröfuna.
UFR 1981, bls. 870 (V.L.). Norresundby Transportkompagni A/S mod
Jorgen Christensen.
T leigði V flutningabifreið með tengivagni á fjármögnunarleigusamn-
ingi 2. júní 1975. Skyldi V greiða fyrir leiguna tilteknar greiðslur mán-
aðarlega og einungis aka eftir tilvísun T. Eftir 2. febr. 1976 var V ekki
krafinn mánaðarlega um greiðslu, og 2. okt. 1977 afhenti V bifreiðina og
tengivag'ninn til baka. T krafði um leigugjald fyrir tímabilið 2. febrú-
ar 1976 — 2. október 1977. Upplýst var, að skilmálar samningsins voru
mjög óvenjulegir og akstur sá, sem T hafði útvegað V, var óvenju-
lítill. 1 dómi var talið ósanngjarnt að krefja um efndir á samningn-
um, þar sem T hefði í 19 mánuði látið undir höfuð leggjast að krefja
um leigugjald og með hliðsjón af atvikum að öðru leyti. Var hann
því með stoð í 36. gr. samnl. ógildur frá og með 2. febrúar 1976.
UFR 1981, bls. 887 (0.L.). Rederiet Dan-Line K 5 K/S under likvidation
mod Preben Hultgren.
P hafði skráð sig fyrir hlut í félagi nokkru (kommanditselskab), er
varð gjaldþrota. Þrotabúið krafði P um greiðslu hlutarins. Ekki taldi
dómurinn, að hafna bæri greiðslu á kröfunni, enda ekki andstæð 36.
gr. samnl.
UFR 1981, bls. 1070 (0.L.). Den apostolske Kirke i Danmark mod Fred-
erik Ammitzboll.
F gekk í trúfélagið A árið 1975 og gerði þá samkomulag um að
greiða tíund til trúfélagsins framvegis og ekki skemur en í 10 ár. Hann
194