Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 62
Félagar eru nú 286, eða 11 fleiri en á aðalfundi 1985. Héraðsdómslögmenn eru 172 og hæstaréttarlögmenn 114. Heiðursfélagi er Rannveig Þorsteinsdóttir hrl. 13 félagsmenn eru 70 ára og eldri og eru þeir samkvæmt samþykktum félagsins lausir undan skyldu til greiðslu árgjalda. Eins og undanfarin ár voru stjórnarfundir haldnir reglulega hvern miðviku- dag nema yfir hásumarið og um stórhátíðir. Alls voru haldnir 35 stjórnar- fundir og á þeim voru 234 málsatriði bókuð. Töluverður hluti af starfstíma stjórnar fór í afgreiðslu margs konar kæru- og ágreiningsmála, er fyrir hana voru lögð. Alls bárust 30 slík mál frá aðalfundi 1985, eða 5 fleiri en árið á undan. Mál þessi voru misjafnlega umfangsmikil, en afgreiðsla þeirra var með þeim hætti, að úrskurður var kveðinn upp í 1 máli, 8 mál voru afgreidd með álitsgerðum, 5 mál voru afturkölluð, 14 voru felld niður og 2 málum var ólokið. Dagana 5. og 6. september 1985 héldu stjórnir lögmannafélaga á Norður- löndum fund í Reykjavík, en slfkir fundir eru haldnir annað hvert ár til skiptis í löndunum fimm. L.M.F.Í. hefur tekið þátt í þessu norræna samstarfi lög- mannafélaga frá 1959, og eru þetta einu föstu erlendu samskiptin, sem félag- ið er þátttakandi í. Þátttakendur af hálfu L.M.F.Í. á fundinum í Reykjavfk voru Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., formaður, Páll A. Pálsson hrl., varaformaður, Eiríkur Tómasson hrl., gjaldkeri, Ragnar Aðalsteinsson hrl., sem flutti erindi á fundinum, og Hafþór Ingi Jónsson hdl., framkvæmdastjóri félagsins. Fyrst á dagskrá voru umræður um skýrslur félaganna um starfið frá því að síðasti fundur var haldinn. Þá voru meðal dagskrárliða 3 málaflokkar: 1. Hvaða kröfur á að gera um fræðilega og hagnýta menntun lögmanna? 2. Mistök lögmanna við ráðgjöf og ýmsar afleiðingar í því sambandi. í þessum málaflokki var Ragnar Aðalsteinsson hrl. framsögumaður. 3. Skoðun lögmannafélaganna á OECD-skýrslu um starfsemi ýmissa sjálf- stætt starfandi þjónustuaðila. Fréttabréf félagsins kom út 5 sinnum á starfsárinu. Birtast þar m.a. úrskurð- ir og álitsgerðir stjórnarinnar, sem talið er að hafi almennt gildi fyrir lögmenn. Þá er í Fréttabréfinu gerð grein fyrir ýmsum öðrum störfum stjórnarinnar og málum, er tengjast starfi lögmanna. Almenn félagsstarfsemi var með svipuðum hætti og undanfarin ár. Áður hef- ur verið minnst á félagsfundina og á starfsárinu hafa verið haldin skák- og golfmót fyrir lögmenn og gesti þeirra. Þá stóð félagið fyrir jólatrésskemmtun fyrir börn og barnabörn félagsmanna og starfsfólks þeirra. í apríl var haldið fræðslunámskeið á vegum félagsins. Voru þar teknir fyrir þættir úr stjórnarfarsrétti undir umsjón Björns Þ. Guðmundssonar, prófessors. Undanfarin ár hefur félagið efnt til náms- og skemmtiferða til ýmissa landa fyrir félagsmenn og maka þeirra. í október var farið alla leið til ísrael. Meðal dagskrárliða í heimsókninni voru kynnisferðir til dómstóla og ísraelska lög- mannafélagsins. Á starfsárinu lét stjórnin frá sér fara ályktanir um hin ýmsu mál. Skal hér vikið að nokkrum þeirra. í fyrravor samþykkti stjórnin umsögn um frumvarp til laga um ríkislögmann, sem þá hafði nýlega verið lagt fram á Alþingi. I um- sögninni kom m.a. fram, að stjórnin taldi ekki þörf á að koma á fót sérstakri stofnun til að annast málflutning fyrir ríkið svo sem frumvarpið ráðgerði. Gætu 208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.