Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 15
gagngert ráð fyrir sköttum. Hins vegar er ljóst að bótalaus eigna- skerðing verður ekki talin heimil fyrir það eitt að vera kölluð skattur í lögum. Það er því mikilsvert úrlausnarefni, sem á undir dómstóla, að ákveða hvaða takmarkanir á skattlagningarvaldi felist í 67. gr. stjórnarskrárinnar um vernd eignarréttarins. Er almennt viðurkennt meðal fræðimanna í lögfræði að þýðingarmestu atriðin í þessu tilliti séu þau, að skatta verði að byggja á almennum efnislegum mælikvarða og vissri jafnræðisreglu. Þetta segir í sjálfu sér ekki mikið. Þó felst í þessu sá kjarni, að þeim sem eins og er ástatt um í efnalegu tilliti, megi ekki mismuna. Kemur til kasta dómstóla að setja mörk þessari vernd fyrir „ranglátum“ sköttum, þegar á það reynir í dómsmálum. Eg ætla að leyfa mér að fullyrða að sá meirihluti á alþingi, sem fer með völd í landinu á hverjum tíma, hafi oft sterkar tilhneigingar til að ganga gegn þessum stjórnarskrárfyrirmælum. Um það eru mörg dæmi. Þar hafa menn tilhneigingar til að framselja valdið til stjórn- valda, enda eru þar á hverjum tíma við völd sömu mennirnir og stjórna þingmeirihlutanum. Það er eins og mönnum þyki ákvarðanatakan auð- veldari ef ekki þarf að taka á efnisatriðum með almennum lagafyrir- mælum. Og að því er varðar hina efnislegu vernd 67. gr. þá er það áreiðan- legt, að ýmsum stj órnmálamönnum finnst nánast að stjórnmál gangi ekki út á önnur efni þýðingarmeiri en að flytja tekjur og eignir frá einum manni til annars með einum eða öðrum hætti. Er þá hætt við að kröfur um hlutlægni og jafnrétti séu til nokkurs trafala. „STÓR“ MÁL OG „LÍTIL“ 1 doktorsriti sínu „Um eignarnám" fjallar dr. Gaukur Jörundsson um hvar draga beri mörkin milli eignarnáms og skatta. Segir þar m.a.: „Sú úrlausn er samofin þeirri afstöðu, sem dómstólar á hverjum tíma taka til hlutverks síns. Nú [ritið kom út 1969] ræður tvímæla- laust mestu það sjónarmið, að dómstólar eigi að fara varlega í að taka fram fyrir hendur löggjafans, þegar um er að ræða ráðstafanir til lausnar veigamiklum þj óðfélagsvanda, fyrst og fremst á sviði efna- hagsmála." 4) Ég held að óhætt sé að taka undir með höfundi þegar hann lýsir ríkjandi meginviðhorfum með þessum hætti. í raun og veru er hann að segja, að dómstólar hafi tilhneigingu til að láta stjórnmálaviðhorf 4) Dr. Gaukur Jörundsson, Urn eignarnám, Rvík, 1969, bls. 142. 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.