Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 20
laga og réttar. 1 öðru lagi harðvítug gagnrýni þeirra á eldri kenningar í réttarheimspeki. Verður nánar vikið að þessu í lok ritgerðarinnar. Sá kostur hefur verið valinn að fjalla lítillega um hugmyndir hvers og eins þeirra manna sem hér koma við sögu, en reyna síðan í lokin að draga saman sameiginleg einkenni. 2. AXEL HÁGERSTRÖM3 2.1. Inngangur Það er nánast regla að menn hefja umfjöllun um þennan sérstæða hugsuð með nokkrum afsökunum. Staðreyndin er sú að það er ýmsum erfiðleikum bundið að gera í stuttu máli grein fyrir megininntakinu í heimspeki Hágerströms. I fyrsta lagi fer meira fyrir gagnrýni í ritum hans á kenningar annarra manna, en minna fyrir eiginlegum réttar- heimspekilegum kenningum. Með því er þó ekki gert lítið úr framlagi hans. I öðru lagi eru rit hans svo óaðgengileg og torskilin að tilraun til að endursegja skoðanir hans eru ávallt nokkurri óvissu háðar. Til að freista þess að fá einhverja röklega samfellu í þá sögu sem hér er leitast við að rekja er fyrst gerð grein fyrir þeim þekkingarfræðilega grundvelli sem Hágerström vinnur út frá. Síðan verður rakin stutt- lega gagnrýni hans á eldri kenningar. Að síðustu verður reynt að setja fram kenningar Hágerströms sjálfs varðandi ýmis lykilhugtök réttar- heimspekinnar. 2.2. Hágerström og þekkingarfræðin I þekkingarfræði sinni kennir Hágerström helst skyldleika við Vínar- skólann svokallaða og þá rökfræðilegu raunspeki (logical positivism) sem hann boðaði. I sinni einföldustu mynd felst stefna þessi í þeirri 3 Axel Hagerström (1868—1939) var mestan hluta starfsævi sinnar prófessor í heimspeki við háskólann í Uppsölum. Hann var ekki menntaður í lögum, en áhugi á réttar- heimspeki vaknaði fyrst og fremst vegna áhuga hans á siðfræði, sem var hans aðal kennslugrein. Verk Hágerströms voru að mestu óþekkt utan Skandinavíu þar til árið 1953, að gefið var út í Uppsölum safn ritgerða eftir hann í þýðingu cnska heimspek- ingsins og háskólakennarans C. D. Broad undir heitinu Inquires into the Nature of Law and Morals, (hér eftir kallað Inquiries). Við samsetningu þessarar ritgerðar var var aðallega stuðst við þetta rit, enda er f því að finna helsta framlag hans til réttar- heimspeki. Hagerström ritaði aðallega á sænsku og þýsku. Þykir ritstíll hans á þessum málum með afbrigðum erfiður. I-Iefur þýðandanum verið hælt fyrir það að gera nánast óskiljanlegan texta illskiljanlegan! Af öðrum ritum Hágerströms sem mikilvæg teljast fyrir réttarheimspekina eru Das Prinzip der Wissenschaft, Uppsölum 1908, Der römische Obligationsbergriff im Liclite der allgemeinen römischen Rechtsanschauung, 1. bindi, Uppsölum 1927. 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.