Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Síða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Síða 32
hugmyndir manna um rétt og rangt og um leið breytni manna til samræmis við þarfir samfélagsins. Samfélag manna þar sem ekki liggja við refsingar við glæpum eins og morðum og nauðgunum er óhugsandi að hans mati og fær ekki staðist til lengdar. Það myndi fljótlega leys- ast upp í stjórnleysi og villimennsku. M.ö.o.: réttlæting refsingarinnar er ekki fólgin í sjálfum verknaðinum sem verið er að refsa fyrir, held- ur í þörfinni fyrir að halda uppi reglu í sambúð manna. Sú staðreynd að mönnum er sífellt refsað fyrir meingjörðir af því tagi sem nefndar eru að framan hefur úrslitaáhrif við mótun siðferðisviðhorfa sem eru andstæð þeim, en það er hins vegar nauðsynlegt til að viðhalda mann- legu samfélagi og til að ná sammannlegum markmiðum.38 4. KARL OLIVECRONA 3» Á sama hátt og Lundstedt byggir Olivecrona í ríkum mæli á þeim þekkingarfræðilega grunni sem Hágerström lagði. Að hinu leytinu má segja að hann betrumbæti verk Lundstedts, enda eru verk hans sjálfs laus við þann ákafa og ónákvæmni sem einkenna svo mjög verk Lundstedts. Þó má segja að hann leggi svolítið aðrar áherslur. Höfuðrit Olivecrona er Law as a Fact, sem kom fyrst út 1939. Árið 1971 kom út önnur útgáfa af þessu riti. I innganginum að síðari út- gáfunni segir hann að ekki sé um að ræða aðra útgáfu af fyrra verk- inu í venjulegum skilningi þess orðs, heldur sé í raun um nýtt verk að ræða með sama nafni. Hann hafi viljað nota sama nafnið þar sem hann treysti sér ekki til að finna neitt annað sem betur lýsti kjarn- anum í kenningum hans.40 1 því yfirliti sem hér verður gefið yfir kenningar Olivecrona er aðallega stuðst við síðari útgáfuna. 4.1. Olivecrona og þekkingarfræðin Sem áður segir byggir Olivecrona á þeim þekkingarfræðilega grunni 38 Sjá t.d. í þessu sambandi Lundstedt: Superstition and Rationality in Action for Peace?, s. 33—54. Ennfremur „Principinledning. Kritik av straffrattens grundáskaadningar", 1920, og Till Frágan om Riitten och Samhallet, 1921. 39 Karl Olivecrona (1897—1979) var aðstoðarprófessor við lagadeild háskólans í Uppsölum og síðar prófessor við liáskólann í Lundi. Helsta rit hans er Law as a Fact, London 1971. Hann hafði að vísu gefið út annað rit undir þessu heiti 1939, en endurskrifaði það síðar. í þvf kemur fram kjarninn f réttarheimspeki hans. í þessari samantekt er aðallega stuðst við þetta rit. Af öðrum ritum um réttarheimspekileg efni má nefna Rcittsordningen, Lundi 1966, The Problem of the Monetary Unit, 1957. Eins og Lundstedt skrifaði Olivecrona lielstu réttarheimspekirit sín á ensku. 40 Law as a Fact, s. vii. 162

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.