Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 35
Hér er eðlilegt að spyrja hver sé í rauninni munurinn á því að kalla lögin boð sem samin eru og birt af ákveðnum aðilum eftir ákveðnum reglum og hins vegar á því að kalla þau skipanir valdhafanna eins og pósitívistarnir gerðu ráð fyrir. Er ekki boð einfaldlega skipun. Ef svo er, þarf þá ekki að gera ráð fyrir einhverjum sem hefur gefið skipun- ina. Erum við þá ekki komin aftur í pósitívismann ? Olivecrona legg- ur hins vegar áherslu á að boð sé ekki opinberun á vilja með þeim hætti sem skipanir séu. Þetta sé aðferð til að leggja til tiltekna hegðun og með því hafa áhrif á hegðun fólks. Hugmyndin með forminu er að móta hugarfar fólks þannig að sem best samræmist þeirri hegðun sem er talin æskileg og höfundar lagatextans höfðu í huga. 4.4. Hugtökin „réttur“ og „skylda“ Olivecrona fetar í fótspor lærimeistara sinna þeirra Hágerströms og Lundstedts í þessu efni. Gagnrýni hans á eldri kenningar samsvarar að flestu leyti þeirri gagnrýni sem þeir settu fram. Það er því ekki ástæða til að fjalla ítarlega um þau efni. Gagnrýnin gengur út á það að ekki sé hægt að festa hönd á þeim staðreyndum í þjóðfélaginu sem samsvari þessum hugtökum. Þótt umfjöllun hans um þessi hugtök minni um margt á fyrirrennara hans, þá Hágerström og Lundstedt, er þó þarna nokkur munur á. Olivecrona telur að þá skoðun, að hug- tök eins og „réttur“ og „skylda“ hafi enga merkingu, megi skilja á tvo vegu: (1) Það er unnt að halda því fram að grunnreglur þær er náttúruréttur byggir á og viljinn, sem er undirstaða alls í kenning- um pósitívisma, séu einfaldlega ekki til. Af því leiðir að það er merk- ingarlaust að tala um fyrirbæri eins og rétt og skyldu nema sem hug- myndir í huga fólks. Að minnsta kosti er ekki unnt að festa hönd á þeim staðreyndum í þjóðlífinu sem þau vísa til. Telur hann þetta við- horf einkennandi fyrir Lundstedt. Sama mætti raunar segja um Hágerström. (2) Þá má líta svo á að orðið „réttur“ eða „skylda“, eins og þau eru venjulega notuð, merki ekki neitt (no semantic reference), þau vísi ekki einu sinni til þeirra hugmynda sem fólk gerir sér um þessi fyrirbæri.48 Olivecrona hallast að síðarnefndu skoðuninni. Hann telur augljóst að ekki sé með notkun þessara orða vísað til hluta. Ef þau hafi einhverja merkingu yfirleitt geti þau aðeins vísað til tengsla milli einstaklinga innbyrðis eða tengsla einstaklings við tiltekna hluti. Þó megi mönnum vera ljóst að svo er raunar ekki þegar betur er að 48 Law as a Fact, s. 183. 165

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.