Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Side 50

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Side 50
Frá Dómarafélagi Islands SKÝRSLA STJÓRNAR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS STARFSÁRIÐ 1987-1S88, LÖGÐ FRAM Á DÓMARA- ÞINGI 3.-4. NÓVEMBER 1988 I. STJÓRN DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS. Aðalfundur Dómarafélags íslands árið 1987 var haldinn á Hótel Sögu 12. og 13. nóvember. Þá voru eftirtaldir kjörnir I stjórn félagsins: Friðgeir Björns- son, yfirborgardómari, formaður; Friðjón Guðröðarson, sýslumaður; Haraldur Henrýsson, sakadómari; Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður; Valtýr Sigurðs- son, borgarfógeti. Varastjórn: Már Pétursson, sýslumaður og bæjarfógeti; Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari. Stjórnin kaus Friðjón varaformann, Harald ritara og Valtý gjaldkera. Stjórn- in hefur haldið 8 bókaða fundi á starfsárinu. II. SKIPUN í DÓMARAEMBÆTTI. Eftirtaldir hafa verið skipaðir í dómaraembætti á starfsárinu: 1. 1. 1988 Valtýr Sigurðsson, borgarfógeti; 1. 1. 1988 Sveinn Sigurkarlsson, héraðsdómari; II. 2. 1988 Benedikt Blöndal, hæstaréttardómari. III. LAUSN FRÁ EMBÆTTUM. Eftirtaldir hafa fengið lausn frá embættum: 1. 1. 1988 Magnús Torfason, hæstaréttardómari; 1. 6. 1988 Barði Þórhallsson, bæjarfógeti; 1. 9. 1988 Sig- urður Helgason, bæjarfógeti og sýslumaður. IV. SETNING í EMBÆTTI. Eftirtaldir hafa verið settir í embætti á starfsárinu og eru við lok þess: 1. 2. 1988 Þorsteinn Skúlason, héraðsdómari; 1. 2. 1988 Ólafur K. Ólafsson, bæjarfógeti; 15. 3. 1988 Tryggvi Gunnarsson, borgardómari; 1. 5. 1988 Gréta Baldursdóttir, borgarfógeti; 1. 9. 1988 Haraldur Henrýsson, hæstaréttardómari; 1. 9. 1988 Hjörtur Aðalsteinsson, sakadómari; 1. 9. 1988 Sigurður Helgason, bæjarfógeti og sýslumaður. V. FÉLAGSMENN. í 2. gr. laga Dómarafélags íslands er kveðið á um það hverjir séu félags- menn. Að dómarafulltrúum frátöldum ræður skipun félagsaðild. Hins vegar hefur ætíð verið litið svo á að settir dómarar ættu aðild að félaginu og þeir 180

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.