Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 58

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 58
Önnur regluleg útgáfa á vegum félagsins er útsending hæstaréttardóma til ýmissa áskrifenda nokkurn veginn jafnóðum og dómarnir eru kveðnir upp. Er þessi útgáfa fyrst og fremst hugsuð sem bráðabirgðalausn, þar til dóm- arnir með tilheyrandi héraðsdómum eru gefnir út, enda nauðsynlegt fyrir lög- menn og aðra lögfræðinga að geta kynnt sér sem fyrst uppkveðna dóma Hæstaréttar. Þessi þjónusta félagsins hefur nú verið innt af hendi á annað ár og verða rúmlega 50 lögmannsskrifstofur hennar aðnjótandi. Almenn félagsstarfsemi var með svipuðum hætti og undanfarin ár. Áður hefur verið minnst á félagsfundina, og á starfsárinu hafa verið haldin skák- og golfmót fyrir lögmenn og gesti þeirra. Þá stóð félagið fyrir jólatrésskemmt- un fyrir börn og barnabörn félagsmanna og starfsfólks þeirra. Dagana 17. og 18. ágúst 1987 héldu stjórnir lögmannafélaga á Norður- löndum fund í Helsinki, en slíkir fundir eru haldnir annað hvert ár til skiptis í löndunum fimm. Lögmannafélag íslands hefur tekið þátt í þessu norræna samstarfi lögmannafélaga frá árinu 1959. Um beina þátttöku í annarri alþjóð- legri samvinnu lögmannafélaga er ekki að ræða af hálfu félagsins. Kemur þó til álita og hefur verið rætt nokkuð innan stjórnar, að félagið gerist aðili að alþjóðasamtökum lögmanna — International Bar Association — en í þeim samtökum eru öll lögmannafélög í Vestur-Evrópu og raunar flest lögmanna- félög hvar sem þau eru annars á hnettinum. Þátttakendur af hálfu L.M.F.Í. á fundinum í Helsinki voru stjórnarmennirnir Sveinn Snorrason, Hákon Árna- son og Gestur Jónsson svo og Hafþór Ingi Jónsson framkvæmdastjóri. Að loknum umræðum um starfsemi félaganna frá síðasta fundi, sem haldinn var í Reykjavík f september 1985, voru á dagskrá 3 málaflokkar: 1. Staða skipaðs verjanda — að því er varðar launakjör o.s.frv. (Den be- skikkede forsvarers erhvervsmæssige situation). 2. Lögmenn og fjölmiðlar (Advokaterne og medierne). 3. Breytingar á lögmannsstörfum — ráðstafanir til þess að mæta sam- keppni frá öðrum ráðgjöfum (Advokatvirksomheden i forandring — pro duktudvikling og foranstaltninger til at imodegá konkurrence fra andre rádgivere). Hinn 1. september 1987 tóku gildi ákvæði bráðabirgðalaga nr. 68/1987, þar sem m.a. var kveðið á um innheimtu sérstaks söluskatts af lögfræðiþjón- ustu. Sams konar ákvæði eru nú í nýjum söluskattslögum nr. 1/1988. Upp- haflega var söluskattsprósentan 10%, en hækkaði síðar í 12%. Segja má, að það hafi legið í loftinu í nokkur ár, að lagður yrði sölu- skattur á þjónustu lögmanna og fleiri sjálfstætt starfandi þjónustugreina. Stjórn félagsins hefur lagst gegn hugmyndum stjórnvalda um þennan sölu- skatt, en slíkar hugmyndir hafa komið fram öðru hverju á undanförnum ár- um. Röksemdir stjórnar gegn söluskatti af þessu tagi komu skýrt fram í ályktun hennar frá 18. september 1985, sem þá var kynnt stjórnvöldum og ávallt slðan áréttuð, þegar umræður um málið hófust á ný. Þar til á síðast- liðnu ári virðist sem stjórnvöld hafi metið röksemdir félagsins gegn álagn- ingu söluskatts góðar og gildar. A.m.k. hafði þrlvegis verið fallið frá áform- um um söluskatt af lögfræðiþjónustu. Þykir rétt á þessum vettvangi að víkja nokkuð að umræddri stjórnarályktun, en í henni sagði m.a.: 188
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.