Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 27
skal vera skýlaust sannað (yfirleitt játning studd öðrum gögnum máls). Dómari ákveður vararefsingu sektar í dómsátt, sbr. 53. og 54. gr. hgl. Dómsátt hefur ítrekunaráhrif, ef það er tekið fram í bókun á sáttinni. Heimilt er á sama hátt skv. 1. mgr. 112. gr. oml. að kveða á í dóm- sátt um eina tiltekna tegund réttindasviptingar, þ.e. ef skýlaust sannað brot varðar sviptingu leyfis til að stjórna vélknúnu ökutæki eða réttar til að öðlast slíkt leyfi. Hámarkstími slíkrar sviptingar í dómsátt er 3 ár. Dómari getur og undir sama skilorði tekið ákvörðun um eignar- upptöku samkvæmt upptökuheimild í lögum og með bókun í þingbók, óháð tegund brots og verðmæti eignar, svo og ef sökunautur finnst ekki eða er ókunnugur og verðmæti fer ekki fram úr 90.000 krónum, sjá 1. nr. 32/1988. Sé ekki tilefni til ónýtingar á dómsátt, er hún endanleg niðurstaða málsins, því að henni verður ekki sem slíkri skotið til æðra dóms. Síðar verður fjallað um sektargerðir sem aðfarargrundvöll við inn- heimtu fésekta. 3) Stjórnsýslusáttir. Á síðari árum hafa verið lögfestar nokkrar heimildir fyrir tiltekin stjórnvöld eða starfsmenn framkvæmdarvalds- ins að ákveða sektir í sáttarformi fyrir nánar tilgreind brot. Að sjálf- sögðu er byggt á sörnu meginskilyrðum og við dómsáttir, þ.e. að um skýlaust sannað brot sé að ræða, að refsiskilyrði séu að öðru leyti uppfyllt og sökunautur játist undir sáttina með undirskrift sinni. Heimildir þessar eru að ýmsu leyti þrengri en dómsáttaheimildin. Þær eru takmai’kaðar við tilteknar brotategundir, hámark sektarfjár- hæða er afmarkað og stundum mjög þröngt, vararefsing verður ekki ákveðin (54. gr. hgl.), réttindasvipting kemur ekki til álita og eignar- upptaka aðeins samkvæmt sumum sáttaheimildunum, sjá um tollsátt- ir og lögreglustjórasáttir. Dómsáttir skulu tilkynntar og færðar í sakaskrá ríkisins, en stjórnsýslusáttir eru ekki færðar í sakaskrána, sbr. fyrirmæli nr. 69/1971, um sakaskrá ríkisins og sakavottorð, sbr. og breytingu nr. 151/1979. (a) Sektargerðir lögreglustjóra. Heimild lögreglustjóra til sektar- gerða er í 2. mgr. 112. gr. oml., sbr. 1. nr. 32/1980 og 2. gr. 1. nr. 32/1988. Frekari reglur um framkvæmd þessara sektargerða er að finna í rg. nr. 47/1982. Lögreglustjóri getur bréflega innan mánaðar, frá því að honum barst kæra um brot gegn umferðarlögum, áfengis- lögum, lögum um tilkynningar aðsetursskipta eða lögreglusamþykkt, gefið sökunaut kost á að ljúka málinu innan ákveðins tíma (innan tveggja vikna) með greiðslu hæfilegrar sektar (allt að 54.000 krón- 233

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.