Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 27
skal vera skýlaust sannað (yfirleitt játning studd öðrum gögnum máls). Dómari ákveður vararefsingu sektar í dómsátt, sbr. 53. og 54. gr. hgl. Dómsátt hefur ítrekunaráhrif, ef það er tekið fram í bókun á sáttinni. Heimilt er á sama hátt skv. 1. mgr. 112. gr. oml. að kveða á í dóm- sátt um eina tiltekna tegund réttindasviptingar, þ.e. ef skýlaust sannað brot varðar sviptingu leyfis til að stjórna vélknúnu ökutæki eða réttar til að öðlast slíkt leyfi. Hámarkstími slíkrar sviptingar í dómsátt er 3 ár. Dómari getur og undir sama skilorði tekið ákvörðun um eignar- upptöku samkvæmt upptökuheimild í lögum og með bókun í þingbók, óháð tegund brots og verðmæti eignar, svo og ef sökunautur finnst ekki eða er ókunnugur og verðmæti fer ekki fram úr 90.000 krónum, sjá 1. nr. 32/1988. Sé ekki tilefni til ónýtingar á dómsátt, er hún endanleg niðurstaða málsins, því að henni verður ekki sem slíkri skotið til æðra dóms. Síðar verður fjallað um sektargerðir sem aðfarargrundvöll við inn- heimtu fésekta. 3) Stjórnsýslusáttir. Á síðari árum hafa verið lögfestar nokkrar heimildir fyrir tiltekin stjórnvöld eða starfsmenn framkvæmdarvalds- ins að ákveða sektir í sáttarformi fyrir nánar tilgreind brot. Að sjálf- sögðu er byggt á sörnu meginskilyrðum og við dómsáttir, þ.e. að um skýlaust sannað brot sé að ræða, að refsiskilyrði séu að öðru leyti uppfyllt og sökunautur játist undir sáttina með undirskrift sinni. Heimildir þessar eru að ýmsu leyti þrengri en dómsáttaheimildin. Þær eru takmai’kaðar við tilteknar brotategundir, hámark sektarfjár- hæða er afmarkað og stundum mjög þröngt, vararefsing verður ekki ákveðin (54. gr. hgl.), réttindasvipting kemur ekki til álita og eignar- upptaka aðeins samkvæmt sumum sáttaheimildunum, sjá um tollsátt- ir og lögreglustjórasáttir. Dómsáttir skulu tilkynntar og færðar í sakaskrá ríkisins, en stjórnsýslusáttir eru ekki færðar í sakaskrána, sbr. fyrirmæli nr. 69/1971, um sakaskrá ríkisins og sakavottorð, sbr. og breytingu nr. 151/1979. (a) Sektargerðir lögreglustjóra. Heimild lögreglustjóra til sektar- gerða er í 2. mgr. 112. gr. oml., sbr. 1. nr. 32/1980 og 2. gr. 1. nr. 32/1988. Frekari reglur um framkvæmd þessara sektargerða er að finna í rg. nr. 47/1982. Lögreglustjóri getur bréflega innan mánaðar, frá því að honum barst kæra um brot gegn umferðarlögum, áfengis- lögum, lögum um tilkynningar aðsetursskipta eða lögreglusamþykkt, gefið sökunaut kost á að ljúka málinu innan ákveðins tíma (innan tveggja vikna) með greiðslu hæfilegrar sektar (allt að 54.000 krón- 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.