Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 25
áfengislaga nr. 82/1969, 20. gr. 1. nr. 81/1976, 52. gr. 1. nr. 56/1978 og 27. gr. 1. nr. 32/1986. Reglur um skilyrtar refsiákvarðanir, þ.e. skilorðsbundna ákæru- frestun og skilorðsdóma, eru þær sömu, hvort sem brot varðar refsi- vist eða fésektum og án tillits til þess, hvort refsiákvæði er í hegn- ingarlögum eða öðrum lögum. 1 framkvæmd er þó mjög sjaldgæft, að sektardómar séu skilorðsbundnir, sbr. H 1972:293. Samkvæmt 2. mgr. 57. gr. a. hgl. má dæma óskilorðsbundna fésekt í tengslum við skil- orðsbundinn refsivistardóm, enda þótt fésekt liggi ekki við broti því, sem út af er dæmt. Ekki er heimilt að setja það sem skilyrði fyrir ákærufrestun, fyrir frestun refsiákvörðunar eða frestun á fullnustu refsivistardóms, að sökunautur greiði tiltekna fésekt. Hins vegar má binda almenna niðurfellingu saksóknar því skilyrði, að sökunautur greiði tiltekna sekt, ef því er að skipta, sbr. 2. mgr. 24. gr. oml., hvort sem ákvörðun um niðurfellingu er gerð í því formi, sem 24. gr. oml. kveður á um, eða í hinu einfaldara venjulega formi. Óhætt er að fullyrða, að hlutverkaskipting refsivistar og fésekta hefur breyst á síðustu árum, og hún mun að líkindum halda áfram að breytast í þá átt, að fésektir komi í stað styttri refsivistardóma, einkum fyrir fjármunabrot. Hin víðtæka notkun skilyrtra refsiákvarð- ana kann þó að hægja nokkuð á umræddri tilfærslu, auk þess sem vart verður hreyfingar og afturhvarfs til strangari refsistefnu sums staðar í nágrannalöndum okkar, og ef til vill hér á landi einnig á ákveðnum brotasviðum. Mat löggjafans á refsinæmi verknaðar breyt- ist stundum á þann veg, að viðurlög eru þyngd, sbr. 1. nr. 20/1956 um breytingu á 259. gr. hgl., þar sem þyngd var verulega refsing við nytjastuldi á vélknúnum farartækjum, og 1. nr. 13/1985 um breyt- ingu á 1. 65/1974, um ávana- og fíkniefni (refsihámark hækkað úr 2 í 6 ára fangelsi). III. HANDHÖFN SEKTAVALDS 1) Grundvallarreglan. Það er mikilsverð grundvallarregla 1 íslensk- um rétti, að dómstólar annist ákvörðun refsinga, jafnt fésekta sem refsivistar, og að jafnaði í dómsformi að undangenginni tryggilegri rannsókn og málshöfðun. Grundvallarregla þessi er ekki lögfest í stjórnarskránni, sbr. hins vegar 96. gr. norsku stjórnarskrárinnar, og er raunar hvergi beinlínis orðuð í settum lögum. Hana má þó lesa 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.