Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 67

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 67
stæSi í skilum með greiðslur fjárkrafna, sem á því hvíldu. í framhaldi af bréfi félagsins voru fulltrúar þess boðaðir á fund fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar Alþingis, þar sem málið var rætt nánar. UM GJAFSÓKN OG GJAFVÖRN Eins og kunnugt er og getið hefur verið um í stjórnarskýrslum síðustu aðal- funda samþykkti aðalfundur félagsins 1986 að fela stjórninni að vinna að því 1. Að heimildir til gjafsóknar og gjafvarnar verði rýmkaðar verulega. 2. Að settar verði reglur um gjafsókn og gjafvörn í málum, sem lögmenn veita aðstoð í utan réttar. 3. Að breytt verði reglum um greiðslu kostnaðar við vörn í opinberum mál- um í því skyni að bætt verði staða sakborninga m.a. með því að greiða kostnað við sérfræðiaðstoð, sem verjandi þarf á að halda. Frá því ályktunin var samþykkt hefur verið unnið að því að kynna hana og afla henni fylgis hjá ráðamönnum. Var m.a. rætt sérstaklega við tvo dóms- málaráðherra um hana. 1988 skipaði síðan þáverandi dómsmálaráðherra, Jón Sigurðsson, nefnd sem skila skyldi frumvarpsdrögum að löggjöf um réttarhjálp. Einn lögmaður — Atli Gíslason hrl. á sæti í nefndinni skv. til- nefningu félagsins. LÖG UM MÁLFLYTJENDUR, NR. 61/1942 í skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1987—1988 var fjallað nokkuð um tillög- ur nefndar þriggja lögmanna, sem stjórnin skipaði á sínum tíma, um hugsan- legar breytingar á lögum nr. 61/1942 um málflytjendur. Var frá þvl greint að tillögurnar væru nýkomnar fram og að viðtakandi stjórn myndi væntanlega taka endanlega afstöðu til þeirra innan skamms. í tillögum nefndarinnar var aðallega að finna hugmyndir um eftirtaldar breytingar á lögunum: 1. Kveðið verði skýrar á um aðild að félaginu og réttaráhrif deponeringar (varðveislu) málflutningsleyfa. 2. Heimilt verði að mæla fyrir í samþykktum félagsins um nauðsynlegar tryggingar lögmanna vegna fjárhagstjóns, sem leitt getur af störfum þeirra, svo og um skyldur lögmanna um meðferð fjármuna sem þeim hefur verið trúað fyrir. Er hér einkum átt við starfsábyrgðartryggingar og svonefndan ,,klientkontoreikning“. 3. Hert verði mjög skilyrði þess að öðlast réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. 4. Ágreiningsmálurri út af þóknun og störfum lögmanna verði vísað til sérstaks Lögmannadóms, sem skipaður verði 5 mönnum. Lögmanns- dómur verði þannig samansettur að dómsmálaráðherra tilnefni tvo, sem ekki þurfa að vera löglærðir, Hæstiréttur skipi formann dómsins og aðalfundur L.M.F.I. kjósi tvo. Tillögur þessar voru ræddar nokkuð innan stjórnar en áður en afstaða var tekin þótti rétt að boða til félagsfundar og hlusta eftir áliti félagsmanna á 273

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.