Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 31
Við ákvörðun venjulegra sekta getur einnig reynt á sérreglur eins og 1. mgr. 51. gi'. hgl. Þar er beinlínis boðið að taka tillit til gi-eiðslu- getu sökunauts, þegar fjárhæð sektar er ákveðin. Skal höfð hliðsjón af tekjum og eignum sökunauts og afkomu hans, þ.á m. framfærslu- skyldu hans og öðrum atriðum, er orka á greiðslugetu hans. Þessi regla er tæpast framkvæmanleg nema í óvenjulegum eða mikilvæg- um refsimálum, einkum þegar fjársterkir aðilar eiga í hlut. Það yrði allt of tímafrekt og kostnaðarsamt að kanna ofangreind atriði í öllum þorra mála, auk þess sem áhrif efnahags og greiðslugetu hljóta að fara þverrandi, því smávægilegri sem brotin eru. Ekki kemur til greina að taka einvörðungu tillit til greiðslugetunnar. Sektarákvörðun verð- ur að vera í einhverju skynsamlegu samræmi við brotið.11 1 flestum sektamálum er fésekt ákveðin án nokkurs tillits til greiðslugetu og jafnvel eftir taxtabundnum sjónarmiðum, sbr. ölvunarakstursmál og fíkniefnamál. Ef taka á tillit til greiðslugetu sökunauts, verður yfir- leitt að miða fésektir við meðaltekjur, enda aðrar upplýsingar um greiðslugetu oft torfengnar og ónákvæmar. Verður þá oft að nægja almenn vitneskja um stöðu eða starf sökunauts. Helst kemur til álita að miða við raunverulega greiðslugetu sökunauts, þegar einhverjar sérstakar upplýsingar þar að lútandi eru lagðar fram. Af augljósum ástæðum er ógerningur að miða við greiðslugetu í þeim mikla fjölda mála, sem lokið er án málshöfðunar og dóms. Sérákvæði um að taka tillit til efnahags sökunauts er að finna í 41. gr. 1. nr. 51/1987, um eftirlit með skipum. Sérákvæði af þessu tagi var einnig í 2. mgr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, en það var fellt brott með 1. nr. 54/1976. Ákvæði 51. gr. hgl. felur ekki í sér refsihækkunarástæðu og heimilar því ekki, að farið sé upp fyrir lögmælt hámark viðkomandi refsi- ákvæðis.12 Fremur fátítt er, að dómstólar taki tillit til efnahags og greiðslugetu, sbr. H 1946:11, H 1952:132. 3) Bundnar sektir. Þær eru miðaðar við ákveðna fjárhæð, marg- feldi eða hlutfall af ákveðinni fjárhæð eða standa að öðru leyti í ákveðnu hlutfalli við önnur atvik en þau, sem almennt ráða refsihæð. Það tíðkaðist í fornlögum Islendinga og raunar í löggjöf langt fram eftir öldum að leggja fastákveðna, lögbundna fésekt við hverri tegund brota, sem vörðuðu sektum, þannig að dómstólar höfðu ekkert svig- rúm til refsimats eftir eðli og grófleika brots hverju sinni.13 Nú á 11 Knud Waaben: Straffe og andre retsf0lger (1983), bls. 88. 12 Þórður Eyjólfsson: Fésektir. Tímarit lögfr. 1963, bls. 54. 13 Þórður Eyjólfsson: Fésektir. Tímarit lögfr. 1963, bls. 52. 237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.