Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 56
ár. Skipuð hefur verið sérstök nefnd undir forystu Eiríks Tómassonar fyrrv. formanns félagsins, til þess að taka á máli þessu og gera tillögur í þessum efnum, sem lagðar verða fyrir félagsfund. Heiðursfélagi félagsins, dr. Ármann Snævarr, varð sjötugur hinn 18. sept- ember 1989. Föst venja er ( félaginu að gefa hvorki afmælisgjafir né senda blóm, enda þótt um stórafmæli sé að ræða. Stjórn félagsins tók þá ákvörð- un að regla þessi ætti ekki við um heiðursfélaga, enda var Ármann helsti hvatamaður að stofnun félagsins árið 1958. Var honum því færð gjöf og varð fyrir valinu hin prentaða útgáfa af Helgastaðabók með skrautritaðri kveðju frá Lögfræðingafélagi íslands. Annar heiðursfélagi félagsins var Agnar Kl. Jónsson, höfundur Lögfræðinga- tals, en hann lést árið 1984. Nú útgáfa er orðin mjög brýn, og hefur komið til tals innan stjórnar félagsins að félagið taki þátt í eða annist útgáfu, en ákvarðanir hafa ekki verið teknar. Til greina gæti komið að hefja þegar kynn- ingu á útskrifuðum lögfræðingum í Tímaritinu, með mynd, sem gæti orðið vísir að nýjum útgáfum lögfræðingatals, með þeirri nýju prenttækni sem ryður sér til rúms. Stjórnarsamstarf hefur verið með ágætum, enda hafa allir lagt sig fram um að starfa fyrir félagið með þeim dugnaði sem þeim einum er gefið sem starfa af áhuga fyrir málefni. Lögfræðingafélagið er fræðafélag fyrir lögfræð- inga, og meðan áhugi er fyrir lögfræði þá er vettvangur fyrir félagið. Þær Þórunn Guðmundsdóttir, Sigríður Thorlacius og Guðrún Margrét Árnadóttir gefa ekki kost á sér til endurkjörs í næstu stjórn. Þær hafa unnið frábært starf og þakka aðrir stjórnarmenn þeim fyrir störf þeirra og góða samvinnu. Garðar Gíslason 262

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.