Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 37
efnahag hans var háttað. Sökunaut var raunverulega í sjálfsvald sett, hvort hann greiddi sekt eða afplánaði hana. Þess voru dæmi — og eru enn, að sökunautar, sem telja sig dæmda samkvæmt ranglátum lögum, sæki fast að komast í afplánun til að mótmæla lögunum eða dóminum á áhrifaríkan hátt og reyni þannig að gera sig að píslar- vottum.25 Sem dæmi má nefna meiðyrðamál og hundamálin svoköll- uðu. 1 þessum málum hefur fjárnámsleiðin einna helst verið reynd, samkvæmt sérstökum fyrirmælum dómsmálaráðuneytisins sem æðra stjórnvalds. Vitanlega er það óheppilegt og stríðir gegn tilgangi refs- ingar, að sökunautar geti sjálfir kosið sér viðurlög með þessum hætti svo og að viðurlög, sem ætlað er að koma niður á fé sökunauts, komi niður á frelsi hans, og það jafnvel þótt hann eigi nægt fé til sektar- greiðslu. Víðtæk notkun vararefsingar tryggir betur jafnræði en nauðungar- innheimta að því leyti, að frelsisskerðing kemur tiltölulega jafnt við alla sakborninga. Hins vegar er óeðlilegt, að viðurlög, sem beint er að fjármunum sökunauts, komi niður á frelsi hans, auk þeirrar hættu, að efnahagur manna ráði því að einhverju leyti, hverjir þurfa að af- plána sektir. Margt mælir með því að draga úr notkun vararefsingar eða afnema hana, sbr. 53. gr. hgl. (refsiábyrgð án sakar). Þá má einn- ig vekja athygli á þeirri lausn, sem lögfest hefur verið í Svíþjóð. Vara- refsing er þar ekki ákveðin í dómi, en ef fésekt fæst ekki greidd sjálf- viljuglega eða með nauðungarinnheimtu, má bera málið undir dóm- stól, er þá kannar ástæður og getur eftir atvikum úrskurðað, að dóm- þoli sæti refsivist, með eða án skilorðs.26 b) Fjárnám. Hafi greiðsla sektar ekki farið fram á tilskildum tíma, skal þegar heimta hana eða eftirstöðvar hennar með fjámámi, ef unnt er, sbr. 3. mgr. 52. gr. hgl. Ákvæði þetta hefur að geyma sér- reglu um skilyrði og framkvæmd fjárnámsins, en að öðru leyti reynir á almenn ákvæði aðfararlaga nr. 19/1887, t.d. reglur laganna um að undanþiggja fjámámi tiltekin verðmæti, sjá 27. gr., sbr. 1. nr. 11/1966 (beneficium competentiae).27 Samkvæmt 52. gr. hgl. eru dómar, úrskurðir og sáttir fullnægjandi fjárnámsheimildir. Til úrskurða teljast bæði dómsúrskurðir og stjórn- 25 Þórður Eyjólfsson: Fésektir. Tímarit lögfr. 1963, bls. 58. 26 Sjá bötesverkstallighetslag nr. 189/1979, sbr. 1. nr. 352/1983. 27 Ný lög um aðför nr. 90/1989 öðlast gildi 1. júlí 1992, sjá þar 1. gr. um aðfararheimildir (1. og 3.-5. tl.), 5.-7. gr. um aðfararfrest og 43. gr. um heimildir til að undanþiggja tiltekin verðmæti fjárnámi. 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.