Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 36
mark, en föst dómvenja er að ákveða frestinn 4 vikur í sektardómum (frá birtingu dóms), jafnvel þótt smávægilegar sektir séu dæmdar, sjá H 1987:129 og H 1972:293 (skilorðsbundin fésekt).23 Algengast er, að fresturinn sé 6—8 vikur í dómsáttum, en stöku sinnum er hann lengri. Að sjálfsögðu er ætíð heimilt að greiða sekt þegai’ í stað. Lög kunna að setja þessum tíma frekari skorður eða fella hann niður með öllu, sjá 2. mgr. 29. gr. 1. nr. 82/1986. Auk þessa er lögreglustjórum heimilt að innheimta fésektir með afborgunum, sbr. 2. mgr. 52. gr. hgl. 1 verðbólguþjóðfélagi getur slík tilhögun létt sökunautum sekta- byrðina enn frekar, þar sem sektargreiðslur verða ekki vísitölubundn- ar og bera ekki vexti. Hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík er tíðkanlegt, að gerðir séu samningar við sökunauta um tilhögun sektargreiðslna með afborg- unum, a.m.k. ef sektir eru ekki mjög lágar. Á það jafnt við um dóma og dómsáttir. Slíkar afborganir geta staðið í marga mánuði, en fara annars mjög eftir aðstæðum hverju sinni, fjárhæð sektar og persónu- legum högum (greiðslugetu) sökunauta. Heimilt er að innheimta fésekt hjá refsifanga, meðan á afplánun stendur. f reynd er slík innheimta erfið og fremur fátíð í framkvæmd. 3) Nauðungarinnheimta. a) Val úrræða við greiðslufall. Ef greiðsla fésektar bregst samkvæmt því, sem að framan greinir, hvort sem það er vegna skorts á greiðslu- getu eða greiðsluvilja, gefa lögin kost á tveimur úrræðum til þess að tryggja fullnustu sektarákvörðunar, þ.e. nauðungarinnheimtu með fjárnámi eða afplánun sektar í refsivist (vararefsing). Af orðum 3. mgr. 52. gr. hgl. og tilgangi laganna má ráða, að ætlast sé til þess, að nauðungarinnheimta sé reynd, áður en til afplánunar kemur.24 I framkvæmd er þessu þó öfugt farið, því að yfirleitt kemur til afplán- unar, nema sökunautur sé ekki fær um að afplána, t.d. af heilbrigðis- ástæðum. Nauðungarinnheimta fésekta var lögfest með alm. hegningarlögum nr. 19/1940. Fram til þess tíma varð að beita vararefsingunni, ef söku- nautur fékkst ekki með góðu til að greiða sekt sína, hvernig svo sem 23 Nánar um lengd greiðslufrestsins sjá íslenzkar dómaskrár, III. bindi. Rvík 1958—1961, bls. 101-102. 24 í greinargerðinni með 52. gr. er notað varfærnislegra orðalag („ ... heimiluð er inn- heimta sektar með fjárnámi"), sbr. Alþt. 1939, A-deild, bls. 364—365. Til áréttingar stefnu laganna má benda á fortakslaus ákvæði sérrefsilaga, er ganga í sömu átt, sjá 1. mgr. 47. gr. áfengislaga nr. 82/1969 og 2. mgr. 41. gr. 1. nr. 51/1987, um eftirlit með skipum. 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.