Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Qupperneq 36
mark, en föst dómvenja er að ákveða frestinn 4 vikur í sektardómum
(frá birtingu dóms), jafnvel þótt smávægilegar sektir séu dæmdar,
sjá H 1987:129 og H 1972:293 (skilorðsbundin fésekt).23 Algengast
er, að fresturinn sé 6—8 vikur í dómsáttum, en stöku sinnum er hann
lengri. Að sjálfsögðu er ætíð heimilt að greiða sekt þegai’ í stað. Lög
kunna að setja þessum tíma frekari skorður eða fella hann niður með
öllu, sjá 2. mgr. 29. gr. 1. nr. 82/1986. Auk þessa er lögreglustjórum
heimilt að innheimta fésektir með afborgunum, sbr. 2. mgr. 52. gr.
hgl. 1 verðbólguþjóðfélagi getur slík tilhögun létt sökunautum sekta-
byrðina enn frekar, þar sem sektargreiðslur verða ekki vísitölubundn-
ar og bera ekki vexti.
Hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík er tíðkanlegt, að gerðir
séu samningar við sökunauta um tilhögun sektargreiðslna með afborg-
unum, a.m.k. ef sektir eru ekki mjög lágar. Á það jafnt við um dóma
og dómsáttir. Slíkar afborganir geta staðið í marga mánuði, en fara
annars mjög eftir aðstæðum hverju sinni, fjárhæð sektar og persónu-
legum högum (greiðslugetu) sökunauta.
Heimilt er að innheimta fésekt hjá refsifanga, meðan á afplánun
stendur. f reynd er slík innheimta erfið og fremur fátíð í framkvæmd.
3) Nauðungarinnheimta.
a) Val úrræða við greiðslufall. Ef greiðsla fésektar bregst samkvæmt
því, sem að framan greinir, hvort sem það er vegna skorts á greiðslu-
getu eða greiðsluvilja, gefa lögin kost á tveimur úrræðum til þess að
tryggja fullnustu sektarákvörðunar, þ.e. nauðungarinnheimtu með
fjárnámi eða afplánun sektar í refsivist (vararefsing). Af orðum 3.
mgr. 52. gr. hgl. og tilgangi laganna má ráða, að ætlast sé til þess,
að nauðungarinnheimta sé reynd, áður en til afplánunar kemur.24 I
framkvæmd er þessu þó öfugt farið, því að yfirleitt kemur til afplán-
unar, nema sökunautur sé ekki fær um að afplána, t.d. af heilbrigðis-
ástæðum.
Nauðungarinnheimta fésekta var lögfest með alm. hegningarlögum
nr. 19/1940. Fram til þess tíma varð að beita vararefsingunni, ef söku-
nautur fékkst ekki með góðu til að greiða sekt sína, hvernig svo sem
23 Nánar um lengd greiðslufrestsins sjá íslenzkar dómaskrár, III. bindi. Rvík 1958—1961,
bls. 101-102.
24 í greinargerðinni með 52. gr. er notað varfærnislegra orðalag („ ... heimiluð er inn-
heimta sektar með fjárnámi"), sbr. Alþt. 1939, A-deild, bls. 364—365. Til áréttingar
stefnu laganna má benda á fortakslaus ákvæði sérrefsilaga, er ganga í sömu átt, sjá 1.
mgr. 47. gr. áfengislaga nr. 82/1969 og 2. mgr. 41. gr. 1. nr. 51/1987, um eftirlit með
skipum.
242