Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 54
og Sigurður H. Guðjónsson hrl. Varastjórn: Arnljótur Björnsson; Eiríkur Tómasson; Hallvarður Einvarðsson; Jón Steinar Gunnlaugsson; Stefán Már Stefánsson; Þór Vilhjálmsson og Jóhannes L. L. Helgason. Endur- skoðendur voru kjörnir: Helgi V. Jónsson hrl. og Guðmundur Skaftason hrl., en til vara Friðgeir Björnsson yfirborgardómari og Sigurður Bald- ursson hrl. 7. Eftir ávarp endurkjörins formanns var fundi slitið kl. 19.00 af hinum afar röggsama fundarstjóra, sem hvatti í lokin fundarmenn til að leggja félaginu lið í störfum þess. Fundargestir á aðalfundi voru skv. mætingar- bók 45. Svo samandregið og endursagt. ingvar J. Rögnvaldsson, fundarritari SKÝRSLA STJÓRNAR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS Á AÐALFUNDI 26. OKTÓBER 1S89 í stjórn félagsins á starfsári því sem nú lýkur voru: Garðar Gíslason for- maður; Þórunn Guðmundsdóttir varaformaður; Guðrún Margrét Árnadóttir framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga; Ingvar J. Rögnvaldsson ritari; Sig- ríður Thorlacius gjaldkeri; Skúli Guðmundsson og Valtýr Sigurðsson. Starfsárið var frá 20. október 1988 til 26. október 1989, og voru á því haldn- ir eftirtaldir félagsfundir: 1. Aðalfundur var haldinn 20. október 1988. Að loknum aðalfundarstörf- um flutti Markús Sigurbjörnsson, settur prófessor, framsögu um efnið „frumvarp til nýrra aðfararlaga". Fundargestir voru 43. 2. Hinn 24. nóvember 1988 flutti Björn Líndal, ráðunautur bankastjórnar Landsbanka íslands, erindi um efnið „Lagasmíð um fjármagnsmarkað". Fundargestir voru 38. 3. Hinn 8. desember 1988 var haldinn kvöldverðarfundur þar sem Birgir Thorlacius, Baldur Möller, Pétur Thorsteinsson og Hallgrímur Dalberg, fyrrverandi ráðuneytisstjórar, fluttu erindi um efnið „Stjórnsýslustörf í hálfa öld“. Fundargestir voru 50. 4. Hinn 2. febrúar 1989 var haldinn félagsfundur um efnið „Störf umboðs- manns Alþingis“, og flutti dr. Gaukur Jörundsson framsöguræðu. Fundar- gestir voru 64. 5. Hinn 8. mars 1989 flutti Þórður Björnsson fyrrv. ríkissaksóknari erindi um efnið „Störf ákæruvaldsins“. Fundargestir voru 35. 6. Hinn 8. april 1989 var haldinn hádegisverðarfundur um efnið „Álitaefni varðandi gjaldþrotalög og skiptameðferð þrotabúa". Frummælendur voru Gestur Jónsson hrl. og Ragnar Halldór Hall borgarfógeti. Fundar- gestir voru 129. 7. Hinn 9. maí 1989 flutti Ragnheiður Bragadóttir aðjúnkt erindi um efnið „Umhverfisbrot". Fundargestir voru 14. 260

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.