Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 35
V. INNHEIMTA FÉSEKTA 1) Innheimtuaðilar. Lögreglustjórar annast innheimtu fésekta, hvort sem þær eru ákveðnar með dómi, sátt eða úrskurði, sbr. 2. mgr. 52. gr. hgl. í Reykjavík er það lögreglustjóraembættið, sem hefur þetta verkefni með höndum, en annars staðar embætti bæjarfógeta og sýslu- manna, sem fara með lögreglustjórn hver í sínu umdæmi, sbr. 7. gr. 1. nr. 74/1972. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli annast inn- heimtu sekta á svæðum þeim á Reykjanesi, sem varnarsamningur Is- lands og Bandaríkjanna tekur til, sbr. 1. nr. 33/1954 og 2. mgr. 8. gr. 1. nr. 74/1972. Fangelsismálastofnun ríkisins tekur við öllum refsidómum til fulln- ustu frá ríkissaksóknara og Hæstarétti. Sektardóma sendir stofnunin hlutaðeigandi lögreglustjórum til fullnustu, sjá 2. gr. 1. nr. 48/1988, um fangelsi og fangavist, og 1. gr. rg. nr. 569/1988, um upphaf og lok fangavistar. Dómsáttir berast lögreglustjórum til fullnustu frá hlutaðeigandi dómaraembættum. Sérreglur gilda um innheimtu skattsekta, er ríkisskattanefnd eða sektarnefnd úrskurða. Innheimtan er þar í höndum sömu aðila og inn- heimta skatta (innheimtumenn ríkissjóðs eða gjaldheimtur) ,21 Fésektir í landhelgismálum eru stundum innheimtar af dómsmála- ráðuneytinu, yfirleitt vegna þess að þangað er leitað um samkomu- lag varðandi greiðslur. 2) Tilhögun sektafullnustu. Fullnusta sektardóma og dómsátta get- ur átt sér stað með þrennum hætti: venjulegri greiðslutilhögun, nauð- ungarinnheimtu eða sektaafplánun í refsivist. Aftur á móti er engin lagaheimild til þess að láta vinnuveitendur draga sektargreiðslur af launum sökunauta né heldur til þess að láta þá vinna af sér sektir. Hvorki verða reiknaðir almennir vextir né dráttarvextir af fésektum. Fésekt má leggja á sakhæfan ungling, hvort sem er í formi dóms eða sáttar,22 og hún verður innheimt hjá unglingnum, þótt hann sé hvorki sjálfráða né fjárráða. Foreldrar geta ekki gengist undir greiðslu sekt- ar fyrir barn sitt né tekið formlega ábyrgð á greiðslu sektarinnar, sbr. 4. mgr. 52. gr. hgl. Ákveða skal greiðslufrest fésektar í dómi, sátt eða úrskurði, þó ekki yfir 6 mánuði, sbr. 1. mgr. 52. gr. hgl. Ekki er tiltekið neitt lág- 21 Sjá 5. mgr. 108. gr., sbr. 109. gr. 1. nr. 75/1981, 4. mgr. 26. gr. 1. nr. 10/1960, 1. mgr. 29. gr. 1. nr. 45/1987, sbr. og 14. gr. 1. nr. 90/1987, og 4. mgr. 41. gr. 1. nr. 50/1988. 22 Þórður Eyjólfsson: Persónuréttur. 2. útg. 1967, bls. 83. 241

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.