Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 30
ákveða embættismönnum smávægilegar sektir fyrir vanrækslu um skýrslugerðir. Ákvæði þessu virðist ekki beitt nú á dögum. IV. ÁKVÖRÐUN FÉSEKTA 1) Almennt um sektarákvörðun. Ýmsar aðferðir eru notaðar við ákvörðun f ésekta innan lögmæltra refsimarka. Um sektamörk laga skipt- ir mestu máli hið almenna ákvæði 50. gr. hgl., sbr. 7. gr. I. nr. 42/1985. Gilda sektamörk þess, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum, sjá t.d. 10. gr. 1. nr. 22/1977 (hámarkið er jafnvirði 300 kg af 1. fl. dilkakjöti í næstliðinni sláturtíð). Sektalágmark 50. gr. var afnumið með 5. gr. 1. nr. 101/1976. Gildandi sektahámark er 4 milljónir króna. 1 flestum algengum refsimálum er þetta ærið svigrúm fyrir dómstóla til sektar- ákvörðunar. Fáir eru þeirrar skoðunar, að afnema beri lagaákvæði um hámark refsivistar, en öðru máli gegnir um fésektir. Sýnist margt mæla með því að treysta dómstólum alfarið fyrir sektarmatinu án nokkurra hámarksákvæða.9 Eftir afnám hinna fjölmörgu sérsekta- marka með 1. nr. 75/1982 og 10/1983 er að vísu mun auðveldara að halda við eðlilegum sektamörkum í refsivörslukerfinu með því einu að breyta 50. gr. hgl. Á hinn bóginn þarf sektahámarkið þá að vera svo ríflegt, að það jafngildir því nánast, að dómstólar hafi óhpft svigrúm. Ákvörðun fésektar hverju sinni ræðst m.a. af almennum reglum og sjónarmiðum um ákvörðun refsingar, sbr. einkum VIII. kafla hgl. Þetta eru sameiginlegar reglur um ákvörðun refsivistar og fésekta, eftir því sem við á. Um þessi atriði má vísa í þáttinn um ákvörðun refsingar. Hér verður hins vegar gerð grein fyrir sérreglum þeim, sem um fésektir gilda, sbr. 49.—54. gr. hgl.10 2) Venjulegar sektir. 1 því, sem fyrr er rakið, er fyrst og fremst gert ráð fyrir venjulegum sektum, þar sem dómstólar eða stjórnvöld ákveða sektarfjárhæð innan tiltekinna lögmæltra refsimarka eða allt að tilteknu sektahámarki, sbr. 50. gr. hgl. Innan þessara marka er fjárhæðin ákveðin með hliðsjón af margs konar refsiákvörðunarregl- um og sjónarmiðum. Taka þarf tillit til refsibrottfallsástæðna, refsi- hækkunar- og refsilækkunarástæðna, málsbóta og þyngingarástæðna. 9 í 51. gr. dönsku hegningarlaganna er ekkert sektahámark, sbr. Knud Waaben: Straffe og andre retsf0lger (1983), bls. 89. Ólafur Jóhannesson lýsti og þessu viðhorfi í þing- ræðu, sjá nánar í þætti um ákvörðun refsingar. 10 Sumar reglur, sem að formi til taka bæði til fésekta og refsivistar, koma sjaldan til framkvæmda við sektarákvarðanir. Þannig eru sektardómar sjaldan skilorðsbundnir og hrein undantekning, að náðað sé af sektarákvörðunum. 236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.