Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 28
um), enda játist sökunautur undir þessa ákvörðun með undirskrift sinni. Heimilt er með sama hætti að ákveða eignarupptöku fyrir um- rædd brot (verðmæti allt að 18.000 krónum), enda sé upptökuheimild fyrir hendi. Synji sökunautur þessum málalokum eða greiði ekki sekt innan tilskilins frests, vísar lögreglustjóri málinu til ríkissaksóknara eða dómara. Ef brot er þess eðlis, að vænta megi, að það geti varðað refsivist eða ökuleyfissviptingu (ásamt sekt), má ekki afgreiða málið með sektargerð. Ríkissaksóknari lætur lögreglustjórum í té skrá yfir brot þau, sem sektaheimildin nær til. I skránni eru leiðbeiningar um sektamörk fyrir hverja tegund brota, sbr. 4. mgr. 112. gr. oml. Senda skal ríkissaksóknara skrá yfir sektargerðir lögreglustjóra eftir regl- um, sem hann ákveður, sbr. 5. mgr. 112. gr. oml. Ríkissaksóknari getur borið mál undir dómara til ónýtingar á ákvörðun lögreglustj óra, sjá 6. mgr. 112. gr. oml. (b) Sektargerðir lögreglumanna. Heimild til þeirra er í 3. mgr. 112. gr. oml., sbr. 2. gr. 1. nr. 32/1988 og rg. nr. 816/1983. Ef lögreglu- maður stendur vegfaranda að broti á umferðarlögum, reglugerðum settum samkvæmt þeim eða lögreglusamþykkt (varðandi umferð) og telja má, að sekt rnuni ekki fara fram úr 5400 krónum, getur lög- reglumaður gert sökunaut hæfilega sekt, er greiðist þegar í stað eða innan tiltekins frests (innan viku), enda játist sökunautur undir þessa ákvörðun með undirskrift sinni í sektabók. Framlengja má frestinn og ítreka sektarboð. Greiðist sekt ekki innan tiltekins tíma, er kæra send til dómara með venjulegum hætti. Dómari fellir þá ákvörðun lögreglumanns úr gildi og lýkur máli lögum samkvæmt. Þyki ákvörð- un lögreglumanns fjarstæð, ákveður dómari, ríkissaksóknari eða lög- reglustjóri, að mál skuli tekið til meðferðar að nýju, enda er þá ákvörðun lögreglumanns felld úr gildi. Ríkissaksóknari lætur lögreglu- stjórum í té skrá yfir brot þau, sem sektaheimild þessi tekur til. I skránni er tilgreind sektarfjárhæð fyrir hverja tegund brota, sbr. 4. mgr. 112. gr. oml. og 2. gr. rg. nr. 816/1983. (c) Sektargerðir tollyfirvalda. Heimildin styðst við 139. gr. tollalaga nr. 55/1987. Tollyfirvöldum er heimilt að ákveða sekt fyrir ólöglegan innflutning, ef brot er skýlaust sannað og ætla má, að það varði ekki hærri sekt en 50.000 kr., enda játist sökunautur undir þá ákvörðun og greiði sektina þegar í stað. Heimilt er með bókun að veita slíkri sátt ítrekunaráhrif, ef því er að skipta. Ef skýlaust sannað brot hefur einnig upptöku eignar í för með sér, geta tollyfirvöld að uppfylltum sömu skilyrðum ákveðið eignarupptöku, enda fari verðmæti ekki fram 234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.