Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 28
um), enda játist sökunautur undir þessa ákvörðun með undirskrift sinni. Heimilt er með sama hætti að ákveða eignarupptöku fyrir um- rædd brot (verðmæti allt að 18.000 krónum), enda sé upptökuheimild fyrir hendi. Synji sökunautur þessum málalokum eða greiði ekki sekt innan tilskilins frests, vísar lögreglustjóri málinu til ríkissaksóknara eða dómara. Ef brot er þess eðlis, að vænta megi, að það geti varðað refsivist eða ökuleyfissviptingu (ásamt sekt), má ekki afgreiða málið með sektargerð. Ríkissaksóknari lætur lögreglustjórum í té skrá yfir brot þau, sem sektaheimildin nær til. I skránni eru leiðbeiningar um sektamörk fyrir hverja tegund brota, sbr. 4. mgr. 112. gr. oml. Senda skal ríkissaksóknara skrá yfir sektargerðir lögreglustjóra eftir regl- um, sem hann ákveður, sbr. 5. mgr. 112. gr. oml. Ríkissaksóknari getur borið mál undir dómara til ónýtingar á ákvörðun lögreglustj óra, sjá 6. mgr. 112. gr. oml. (b) Sektargerðir lögreglumanna. Heimild til þeirra er í 3. mgr. 112. gr. oml., sbr. 2. gr. 1. nr. 32/1988 og rg. nr. 816/1983. Ef lögreglu- maður stendur vegfaranda að broti á umferðarlögum, reglugerðum settum samkvæmt þeim eða lögreglusamþykkt (varðandi umferð) og telja má, að sekt rnuni ekki fara fram úr 5400 krónum, getur lög- reglumaður gert sökunaut hæfilega sekt, er greiðist þegar í stað eða innan tiltekins frests (innan viku), enda játist sökunautur undir þessa ákvörðun með undirskrift sinni í sektabók. Framlengja má frestinn og ítreka sektarboð. Greiðist sekt ekki innan tiltekins tíma, er kæra send til dómara með venjulegum hætti. Dómari fellir þá ákvörðun lögreglumanns úr gildi og lýkur máli lögum samkvæmt. Þyki ákvörð- un lögreglumanns fjarstæð, ákveður dómari, ríkissaksóknari eða lög- reglustjóri, að mál skuli tekið til meðferðar að nýju, enda er þá ákvörðun lögreglumanns felld úr gildi. Ríkissaksóknari lætur lögreglu- stjórum í té skrá yfir brot þau, sem sektaheimild þessi tekur til. I skránni er tilgreind sektarfjárhæð fyrir hverja tegund brota, sbr. 4. mgr. 112. gr. oml. og 2. gr. rg. nr. 816/1983. (c) Sektargerðir tollyfirvalda. Heimildin styðst við 139. gr. tollalaga nr. 55/1987. Tollyfirvöldum er heimilt að ákveða sekt fyrir ólöglegan innflutning, ef brot er skýlaust sannað og ætla má, að það varði ekki hærri sekt en 50.000 kr., enda játist sökunautur undir þá ákvörðun og greiði sektina þegar í stað. Heimilt er með bókun að veita slíkri sátt ítrekunaráhrif, ef því er að skipta. Ef skýlaust sannað brot hefur einnig upptöku eignar í för með sér, geta tollyfirvöld að uppfylltum sömu skilyrðum ákveðið eignarupptöku, enda fari verðmæti ekki fram 234

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.