Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 41
eða vinnufélagar. Þess munu einnig dæmi, að félög, samtök eða fyrir- tæki leggi fram fé til sektargreiðslu.38 Lög heimila stundum, að aðrir en sökunautur geti orðið ábyrgir fyr- ir greiðslu sektar, ef sökunautur greiðir hana ekki sjálfur. Er hér alla jafna um lögveðsheimildir að ræða, einkum í skipum eða öðrum flutn- ingatækjum: 5. mgr. 13. gr. 1. nr. 33/1922, um rétt til fiskiveiða í land- helgi; 5. mgr. 17. gr. 1. nr. 81/1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi fslands; 5. mgr. 10. gr. 1. nr. 26/1949, um hvalveiðar; 3. mgr. 30. gr. 1. nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar; 137. gr. tollalaga nr. 55/1987;39 41. gr. 1. nr. 51/1987, uni eftirlit með skipum; 1. mgr. 25. gr. 1. nr. 115/1985, um skráningu skipa; 1. og 2., sbr. 4. mgr. 35. gr. og 2. mgr. 47. gr. áfengislaga nr. 82/1969, sbr. 1. nr. 52/1978. Nokkra sérstöðu hefur ákvæði 155. gr. hlutafélagalaga nr. 32/1978. Hlutafélag ber ábyrgð á greiðslu fésektar, sem stjórnanda þess hefur verið dæmd vegna brots í starfi fyrir félagið, ef innheimta hefur reynst árangurslaus hjá sökunaut sjálfum. Ef ekki eru ákvæði í refsidómi um ábyrgð félagsins, verður sektin því aðeins innheimt með aðför hjá því, að dæmt sé um skyldu þess í sérstöku opinberu máli. 5) Hvert fésektir renna. Sú meginregla gildir í þessu efni, að sektir renna í ríkissjóð, nema annað sé ákveðið í lögum, sbr. 1. mgr. 49. gr. hgl. Reglan gildir jafnt um sektir eftir sérrefsilögum sem hegningar- lögum. Því þarf ekki að taka fram í lögum, að sektir renni í ríkissjóð, en það er þó stundum gert, sbr. 140. gr. tollalaga nr. 55/1987. Frávik frá aðalreglunni eru nú fátíð orðin, sjá 6. gr. 1. nr. 39/1914, um beitu- tekju (sveitarsjóður), 15. gr. tilsk. um veiði á Islandi 20. júní 1849, sbr. 1. nr. 25/1925 (hluti sektar til uppljóstrarmanns), 21. gr. 1. nr. 81/1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands (Landhelgissjóður Is- lands), 32. gr. 1. nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar (sjóður, sem verja skal til mengunarvarna á sjó). Til skamms tíma voru mun fleiri frávik í lögum, einkum þannig að sektir runnu í aðra opinbera sjóði en ríkissjóð, svo sem sveitarsjóði og Menningarsj óð (áfengislagasektir). Einnig voru nokkur dæmi þess, að sektir skyldu að hluta renna til uppljóstrarmanns, sbr. 2. gr. 1. nr. 23/1914 (afnumin með 1. nr. 26/1989). Þá gat oft hent, að dæmt væri 38 Þórður Eyjólfsson: Fésektir. Tímarit lögfr. 1963, bls. 60. 39 Eigi sökunautur lögheimili eða eignir hér á landi, skal þó jafnan reynd aðför Itjá honum, áður en gengið er að veðinu, en ekki raskar það þó rétti til kyrrsetningar, sjá 2. mgr. 137. gr. laganna. 247
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.