Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 43
leg nú á dögum. Sektir eru yfirleitt vel viðráðanlegar fyrir vinnandi fólk. Sökunautar eiga auk þess kost á að greiða sektir með afborgun- um, sem miðaðar eru við greiðslugetu þeirra og aðstæður að öðru leyti. Loks mætti nýta betur 1. mgr. 51. gr. hgl. við ákvöi'ðun fésekta. Hugsanlegt er að notast við einhver önnur úrræði en varðhald eða fangelsi sem vararefsingu, svo sem einhvers konar nauðungarvinnu. Slíkar tilraunir hafa þó yfirleitt ekki gefið góða raun.43 Ef sam- félagsþjónusta verður tekin upp hér á landi, mætti gera tilraun með hana sem vararefsingu í stað refsivistar. 2) Gildissvið. Almennt er dómstólum skylt að tiltaka vararefsingu, um leið og þeir ákveða fésektir í dómi, úrskurði eða sátt, sjá 53. og 54. gr. hgl. og 1. mgr. 112. gr. oml. Vararefsing verður einungis til- tekin í dómsákvörðunum, dómum og dómsáttum, en hvorki í stjórn- sýsluúrskurðum né stjórnsýslusáttum, sjá t.d. 5. mgr. 108. gr. 1. nr. 75/1981. Vararefsingu verður ekki beitt nema á grundvelli sakar. Sé háttsemi manni ósaknæm (hlutræn refsiábyrgð), kemur vararefsing því ekki til álita, sbr. 53. gr. hgl.44 Vararefsingu má hins vegar ákveða í þeim tilvikum, þegar sönnunarbyrðinni er snúið við og sönnun tekst ekki hjá sökunaut, sbr. 19. gr. áfengislaga nr. 82/1969. Að sjálfsögðu verður vararefsingu ekki við komið, þegar lögaðila er gerð fésekt. 3) Ákvörðun vararefsingar. Dómstólar ákveða hverju sinni, hvort sekt skuli afplánuð í vai'ðhaldi eða fangelsi og hversu langan tíma. Ekki má ákveða styttri tíma til afplánunar en 2 daga, en hámark er 1 ár. Gilda þessi sérstöku tímamörk bæði um varðhald og fangelsi, sbr. 1. mgr. 54. gr. hgl. Valið er frjálst milli varðhalds og fangelsis, með þeirri undantekningu, að sé sekt dæmd ásamt refsivist, skuli af- plánun hennar ákveðin með sömu tegund refsivistar og aðalrefsingin, sbr. 2. mgr. 54. gr. hgl. Aðalreglan er sú í framkvæmd, að vararefsing sé tiltekin í formi varðhalds. Við ákvörðun vararefsingar má ekki taka tillit til greiðslugetu sökunauts, sbr. 2. mgr. 51. gi'. hgl. Þessi regla er á því byggð, að refsi- vist sé mönnum jafnþungbær, hvort sem efnahagur þeirra er góður eða þröngur.45 Ekki þótti heldur rétt að ákveða í lögunum neinn tiltekinn afplánunarstiga, þannig að tiltekin sektarfj árhæð afplánist 43 Þórður Eyjólfsson: Fésektir. Tímarit lögfr. 1963, bls. 60—61. 44 Þessi regla mótaðist upphaflega fyrir dómvenju, sbr. H 1944:200, H 1957:511 og Þórð- ur Eyjólfsson: Fésektir. Tímarit lögfr. 1963, bls. 60. 45 Þórður Eyjólfsson: Fésektir. Tímarit lögfr. 1963, bls. 61—62. 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.