Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 33
þessu móti hafa sektamörk laganna staðist þrátt fyrir mikla verðbólgu, og sektarfjárhæðir í íslenskum pappírskrónum hafa hækkað nokkurn veginn í samræmi við verðlagsþróun. Með 1. nr. 4/1924 voru lögfest almenn ákvæði, sem enn gilda, um að miða við gullkrónur sektir fyrir landhelgisbrot, sbr. tilvitnun í þá- gildandi lög um bann gegn botnvörpuveiðum og lög um rétt til fiski- veiða í landhelgi. Miða skal sektir við gullkrónur og ákveða í dómi eða sátt jafngildi þeirra í íslenskum krónum, eftir gengi þann dag, sem sekt er ákveðin, sjá H 1980:976. Um einstök lög sjá 13. gr. 1. nr. 33/1922, um rétt til fiskiveiða í landhelgi (heimild í 1. nr. 4/1924) ; 17.—19. gr. 1. nr. 81/1976, urn veiðar í fiskveiðilandhelgi Tslands; 2. gr. 1. nr. 34/1976, um veiðar íslenskra skipa utan fiskveiðilandhelgi Islands; 10. gr. 1. nr. 26/1949, um hvalveiðar og 18. gr. 1. nr. 3/1988, um stjórn fiskveiða 1988—1990. 5) Vísitölubundnar sektir. Á árinu 1948 voru sett sérstök lög um ákvörðun fésekta, þess efnis að hvarvetna þar, sem fésektir eru ákveðnar í lögum án tillits til þess verðlags, er þá gilti, skuli lágmark þeirra og hámark breytast eftir vísitölu, sem kaupgjald er greitt eftir á hverjum tíma, sbr. 1. nr. 14/1948. 1 greinargerð með frumvarpi til laga þessara var lögð á það áhersla, að lögin væru sett til að samræma úrelt sektamörk við „núgildandi verðlag". Lögin virðast almennt hafa verið skýrð þannig með hliðsjón af þessu orðalagi, að þau tækju aðeins til laga, er sett voru fyrir gildistöku 1. nr. 14/1948. Samkvæmt útreikningi á kaupgjaldsvísitölu var t.d. talið heimilt að þrefalda þá- gildandi sektahámark hegningarlaga (30.000 kr.), en það hámark hélt velli allt frá 1940 og fram að setningu 1. nr. 101/1976. Lögin um ákvörðun fésekta eru sjaldan lögð til grundvallar í dómum, sjá þó H 1963:539 (2000 kr. sekt, en gildandi refsihámark var 1000 kr.). Lögin hafa nú sáralítið gildi í óbreyttri mynd. Með 5. gr. 1. nr. 101/1976 var sektahámark 50. gr. hgl. hækkað í 5 milljónir gkr. Höfð var hliðsjón af sérfræðilegum útreikningum á þróun vísitölu vöru og þjónustu frá árinu 1939.17 Niðurstaða sérfræði- álitsins vai’ sú, að vísitala vöru og þjónustu ætti einnig að vera not- hæf í framtíðinni sem sektavísitala. Hins vegar var kaupgreiðslu- vísitala talin ótæk í þessu skyni. 17 Árni Vilhjálmsson: Um fésektir. Fylgiskjal með lagafrumvarpi. Alþt. 1975—76, A-deild, bls. 1258-1259. 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.