Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 42
samtímis og sekt tiltekin í einu lagi skv. 77. gr. hgl. fyrir brot gegn
fleiri en einu lagaákvæði, þar sem sektir skyldu renna í mismunandi
sjóði. Hefur það þá verið dómvenja, að það fari eftir aðalbrotinu, í
hvaða sjóð sektin er látin renna í heild sinni. Dómstólunum hefur þó
einnig verið talið heimilt að skipta sektarfjárhæð milli sjóðanna í því
hlutfalli, sem þeir telja hæfilegt.40 Með 1. nr. 75/1982 og 10/1983 voru
flest sérákvæðin felld brott úr lögum, svo að lítil hætta er nú á því, að
mismunandi sjóðum lendi saman.
VI. VARAREFSING FÉSEKTA
1) Hugtak og lagarök. Vararefsing er frelsisskerðing í formi varð-
halds eða fangelsis, sem að jafnaði fylgir dómsákvörðunum um fé-
sektir og er ætlað að koma í stað sekta, sem fást ekki greiddar.
Fésektir koma misjafnt við sökunauta vegna mismunandi greiðslu-
getu þeirra eða greiðsluvilja. Reynt er að haga fullnustu fésekta þann-
ig, að þær skapi þann varnað, sem þeim er ætlað, en komi jafnframt
réttlátlega niður á þeim, sem sektaðir eru. Fésektir mundu missa
marks sem refsing, ef látið væri staðar numið við þá, sem greiða
sektir ótilneyddir. Einhverra þvingunaraðgerða er þörf. Nauðungar-
innheimta nægir gagnvart þeim, sem geta greitt, en vilja ekki greiða
sekt. En nauðungarinnheimta dugir ekki gagnvart efnalausum söku-
nautum, sem eru ófærir um að greiða sektir. Þá stöndum við hins
vegar framrni fyrir því vandamáli, hvort réttlætanlegt sé að láta efna-
lausa sökunauta sæta annarri og þyngri refsingu en þá, sem betur
mega sín. Má ekki telja það mismunun þegnanna eftir efnahag? Varn-
aður og réttlæti verða illa samrýmd að þessu leyti.
Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að leysa vandamálin
varðandi vararefsinguna. Nefna má sænsku lausnina, sem fyrr var
getið. Samkvæmt henni verður ákæruvaldið að krefjast dómsákvörð-
unar í hvert skipti, sem sektir fást ekki greiddar, og fer þá fram könn-
un á öllum aðstæðum sökunauts og eftir atvikum mat á þöi'finni fyrir
vararefsingu frá sjónarmiði almannahagsmuna (varnaðarástæður).41
Norræna refsilaganefndin lagði til á sínum tíma, að dregið yrði sem
mest úr notkun vararefsingar og að nauðungarinnheimta fésekta yrði
efld í staðinn.42 I raun er nauðungarinnheimta oftast framkvæman-
40 Þórður Eyjólfsson: Fésektir. Tímarit lögfr. 1963, bls. 57.
41 Bötesverkstallighetslag nr. 189/1979, sbr. 1. nr. 352/1983.
42 Alternativer til frihedsstraf. NU A 1980:13, bls. 28; Bötestraffet. NU A 1975:5.
248