Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 21
Það er almennt einkenni refsinga, að þeim er ætlað að baka hinum brotlega nokkurt böl, þjáningu eða óþægindi í því skyni að ná tiltekn- um markmiðum, einkum varnaðaráhrifum. Hver einstök refsitegund beinist að því að skerða tiltekna hagsmuni tengda þeim aðila, sem refsingu sætir. Það er augljós vankantur á refsitegund, ef hún gengur ekki jafnt yfir alla, sem sama dóm eiga að þola. Til þess að svo megi verða, þarf refsing að bitna á hagsmunum, sem sameiginlegir eru öll- um eða sem flestum sökunautum.1 Engin refsing veitir vissu fyrir því, að hún komi jafnt við alla dómþola eða að hún hafi yfirleitt þau áhrif, sem að er stefnt. Engin refsitegund fullnægir þessu skilyrði eins vel og líkamsrefsingar, enda eru þær elstar og áður fyrr algengastar allra refsitegunda. Svo var einnig hér á landi, en nú hefur öllum slíkum refsingum verið úthýst úr íslenskri löggjöf. Til þess liggja margvís- legar menningar- og mannúðarástæður, þ.e. gerbreytt gildismat, sem nú á sér trausta stoð í alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. 1 stað líkamsrefsinga hafa komið ýmsar tegundir frelsisskerðingar, einkum refsivist, sem einnig beinist að persónuréttindum, sem eru svo ná- tengd líkamlegu og andlegu lífi manna, að þau verða ekki frá því greind, þ.e. sjálfu frelsinu.2 Einkenni fésekta eru um margt önnur en refsivistar. Skerðing á fjár- eign sökunauts beinist að ytri gæðum, sem ekki eru í föstum tengslum við persónu hans, líkama eða frelsi. Fésekt er refsing, sem menn taka út frjálsir ferða sinna og er því sjaldnast eins mannorðsskemmandi og refsivist. Fyrir ríkið hafa fésektir þann mikla kost að færa því tekjur í stað mikilla útgjalda við framkvæmd refsivistardóma. Á hinn bóginn er oft erfiðleikum bundið að innheimta fésektir og tiyggja það, að þær bitni á sökunautum persónulega, eins og tilgangur þeirra sem refsingar hlýtur að vera. Er því óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir vararefsingu í formi varðhalds eða fangelsis, ef sektargreiðsla bregst, sbr. 53. gr. hgl. Gallinn er sá, að ekki er alltaf skorti á greiðsluvilja um að kenna, greiðslugetuna kann að vanta. Fésektir geta sem sagt komið mjög misjafnt við dómþola, þannig að efnalitlir sökunautar lendi fremur í sektaafplánun en hinir, sem betur mega sín. Ýmislegt er gert til þess að koma í veg fyrir misrétti af þessum sökum, m.a. með því ákvæði 51. gr. hgl., að taka skuli tillit til greiðslugetu söku- nauts, þegar fjárhæð sektar er ákveðin, sbr. og 1. og 2. mgr. 52. gr. 1 Þórður Eyjólfsson: Fésektir. Tímarit lögfr. 1963, bls. 49. 2 Þórður Eyjólfsson: Fésektir. Tímarit lögfr. 1963, bls. 49. 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.