Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 26
út úr undantekningarreglunum í 112. gr. oml. og úr reglum þeirra laga í heild.6 Grundvallarreglan um refsihlutverk dómstóla og vandaða málsmeð- ferð er fullkomlega í heiðri höfð, þegar sökunaut er gert að sæta refsi- vist eða refsikenndri frelsisskerðingu (öryggisgæslu, hælisvistun). Þegar um minni háttar brot er að ræða, oftast sérrefsilagabrot er varða fésektum, er í reynd óhjákvæmilegt og tæpast varhugavert að viðhafa einfaldari, fljótvirkari og ódýrari meðferð. Ákæruvald og dómstólar mundu að öðrum kosti drukkna í því málaflóði, sem nú er lokið með einfaldri málsmeðferð án málshöfðunar og dóms. Helstu undantekningarnar er að finna í 112. gr. oml. Grundvallarreglan heldur gildi sínu gagnvart öllum slíkum undantekningarreglum að því leyti, að hinni óvandaðri málsmeðferð verður ekki við komið, nema söku- nautur játist undir hana. Sökunautur á ætíð rétt á fullkominni rann- sókn, ákærumeðferð og dómi. Hér að framan hefur athyglin beinst að grundvallarreglu réttarins um sektavaldið og undantekningum frá henni. 1 reynd eru undantekningarnar mun fyrirferðarmeiri og skipta því miklu máli í refsivörslukerfinu, einkum dómsáttir, lögreglusáttir, lögreglustjórasáttir og tollsáttir. Dómsmálaskýrslur sýna, að lögreglu- og lögreglustjórasáttir skipta tugþúsundum á ári hverju.7 Verða nú helstu „undantekningarreglurnar“ raktar stuttlega. 2) Dómsáttir. Um þær er fjallað í 1. mgr. 112. gr. oml., í formi sektargerða eða áminninga. Dómstólar fjalla um mál, en án málshöfð- unar og dóms. Skilyrði slíkrar dómsmeðferðar eru rýmri en skilyrðin fyrir stj órnsýslusáttum. Svo sem áður greinir, er það ætíð skilyrði, að sökunautur játist undir þessa ákvörðun dómara með undirskrift sinni í þingbók (eða sökunautur láti við bókun áminningar sitja). Heim- ildin er fræðilega óbundin af tegund og eðli afbrots. Áminning kemur þó ekki til álita, nema brot sé mjög smávægilegt, og sektargerð er undir því komin, að brot varði fésektum, því að ekki verður dómsátt gerð um refsivist. Senda skal ríkissaksóknara skrá yfir dómsáttir skv. 2. tl. 1. mgr. 112. gr. eftir reglum, sem hann ákveður, sbr. 5. mgr. 112. gr. oml. Sé vafi á ferðum, getur ríkissaksóknari kært málið til Hæsta- réttar til ónýtingar á sáttinni, sbr. 6. mgr. 112. gr. oml. Ekkert sektahámark er tilgreint í ákvæðinu, og gildir því hið almenna sekta- hámark 50. gr. hgl. (eða hámark viðkomandi sektaheimildar). Brot 6 Ármann Snævarr: Þættir úr refsirétti II. Rvík 1974, bls. 68—69 og 92—93; Jónatan Þór- mundsson: Opinbert réttarfar, 1. hefti. 2. útg. 1979, bls. 12—13 og 25—26. 7 Dómsmálaskýrslur fyrir árin 1975—77 (1983), bls. 44 (Tafla 18). 232
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.