Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 26
út úr undantekningarreglunum í 112. gr. oml. og úr reglum þeirra laga í heild.6 Grundvallarreglan um refsihlutverk dómstóla og vandaða málsmeð- ferð er fullkomlega í heiðri höfð, þegar sökunaut er gert að sæta refsi- vist eða refsikenndri frelsisskerðingu (öryggisgæslu, hælisvistun). Þegar um minni háttar brot er að ræða, oftast sérrefsilagabrot er varða fésektum, er í reynd óhjákvæmilegt og tæpast varhugavert að viðhafa einfaldari, fljótvirkari og ódýrari meðferð. Ákæruvald og dómstólar mundu að öðrum kosti drukkna í því málaflóði, sem nú er lokið með einfaldri málsmeðferð án málshöfðunar og dóms. Helstu undantekningarnar er að finna í 112. gr. oml. Grundvallarreglan heldur gildi sínu gagnvart öllum slíkum undantekningarreglum að því leyti, að hinni óvandaðri málsmeðferð verður ekki við komið, nema söku- nautur játist undir hana. Sökunautur á ætíð rétt á fullkominni rann- sókn, ákærumeðferð og dómi. Hér að framan hefur athyglin beinst að grundvallarreglu réttarins um sektavaldið og undantekningum frá henni. 1 reynd eru undantekningarnar mun fyrirferðarmeiri og skipta því miklu máli í refsivörslukerfinu, einkum dómsáttir, lögreglusáttir, lögreglustjórasáttir og tollsáttir. Dómsmálaskýrslur sýna, að lögreglu- og lögreglustjórasáttir skipta tugþúsundum á ári hverju.7 Verða nú helstu „undantekningarreglurnar“ raktar stuttlega. 2) Dómsáttir. Um þær er fjallað í 1. mgr. 112. gr. oml., í formi sektargerða eða áminninga. Dómstólar fjalla um mál, en án málshöfð- unar og dóms. Skilyrði slíkrar dómsmeðferðar eru rýmri en skilyrðin fyrir stj órnsýslusáttum. Svo sem áður greinir, er það ætíð skilyrði, að sökunautur játist undir þessa ákvörðun dómara með undirskrift sinni í þingbók (eða sökunautur láti við bókun áminningar sitja). Heim- ildin er fræðilega óbundin af tegund og eðli afbrots. Áminning kemur þó ekki til álita, nema brot sé mjög smávægilegt, og sektargerð er undir því komin, að brot varði fésektum, því að ekki verður dómsátt gerð um refsivist. Senda skal ríkissaksóknara skrá yfir dómsáttir skv. 2. tl. 1. mgr. 112. gr. eftir reglum, sem hann ákveður, sbr. 5. mgr. 112. gr. oml. Sé vafi á ferðum, getur ríkissaksóknari kært málið til Hæsta- réttar til ónýtingar á sáttinni, sbr. 6. mgr. 112. gr. oml. Ekkert sektahámark er tilgreint í ákvæðinu, og gildir því hið almenna sekta- hámark 50. gr. hgl. (eða hámark viðkomandi sektaheimildar). Brot 6 Ármann Snævarr: Þættir úr refsirétti II. Rvík 1974, bls. 68—69 og 92—93; Jónatan Þór- mundsson: Opinbert réttarfar, 1. hefti. 2. útg. 1979, bls. 12—13 og 25—26. 7 Dómsmálaskýrslur fyrir árin 1975—77 (1983), bls. 44 (Tafla 18). 232

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.