Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 34
6) Dagsektir. Að lokum er hér vikið stuttlega að þeirri aðferð að ákvarða svokallaðar dagsektir,18 sem finnast ekki í íslenslm löggjöf, en eru notaðar t.d. í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Vestur-Þýska- landi. Finnar urðu fyrstir þessara þjóða til að lögleiða dagsektakerfið árið 1921. Þjóðverjar tóku það upp árið 1975 að norrænni fyrirmynd. Er aðferðin í því fólgin, að sektarákvörðun fer fram í tveimur að- greinanlegum áföngum. Fyrst er fjöldi sektareininga (dagsekta) til- tekinn innan ákveðinna fjöldamarka eftir eðli brots og öðrum almenn- um refsiákvörðunarreglum, en síðan er fjárhæð hverrar einingar ákveð- in eftir efnahag sökunauts og öðrum persónulegum högum (t.d. fram- færsluskyldu), sem áhrif geta haft á greiðslugetu hans. Er fjárhæð dagsektar einkum miðuð við meðaldagtekjur (Danmörk), hreinar meðaldagtekjur (V-Þýskaland) eða ákveðið hlutfall af meðalárstekj- um sökunauts (Svíþjóð, Danmörk).19 Með þessu móti er talið betur tryggt en ella, að við sektarákvarðanir sé tekið tillit til misjafnrar greiðslugetu sökunauta. Það er ólíkt eftir löndum, hversu víðtækt dag- sektakerfið er. Það er t.d. bundið við hegningarlagabrot í dönskum rétti og er þar raunar einnig háð nokkrum takmörkunum. Með lögum frá 1961 var dönskum dómstólum auk þess veitt heimild til að beita venjulegum sektum í stað dagsekta, þegar tiltekin skilyrði eru fyrir hendi. Dagsektareglurnar hafa mjög takmarkað notagildi í Danmörku. Þær nema tæpast meiru en 1% allra sekta, sem ákveðnar eru þar í landi. Þegar dagsektir voru lögleiddar 1939, var gert ráð fyrir auknu notagildi þeirra síðar, einkum á sviði sérrefsilaga, en þróunin hefur orðið þveröfug. Er jafnvel talið vafasamt um réttmæti þess að halda í dagsektakerfið.20 1 öðrum löndum, sem nefnd hafa verið í þessu sambandi, munu menn þó öllu sáttari við þessa tilhögun sektar- ákvörðunar. 18 Ekki má rugla þessum dagsektum (d. dagb0der) saman við dagsektir sem þvingunarúrræði (d. tvangsb0der) á sviði einkamálaréttar (ein tegund févítis) til að knýja fram efndir skuldbindingar, fullnustu dóms eða framkvæmd lögboðinnar skyldu. 19 Sænska reglan er að vísu almennt orðuð. Dagsekt skal ákveða með hliðsjón af tekjum sökunauts og eignum, framfærsluskyldu hans og öðrum fjárhagsástæðum, sbr. Brottsbalk 25. kap. 2. gr. Sjá nánar uin reglurnar og framkvæmd þeirra á Norðurlöndum, Þórð- ur Eyjólfsson: Fésektir. Tímarit lögfr. 1963, bls. 54—56. 20 Knud Waaben: Straffe og andre retsfplger (1983), bls. 92—94. 240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.