Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 59
hann Gunnarsson tölvufræðingur ( Fjárlaga- og hagsýslustofnun og Friðgeir Björnsson yfirborgardómari. Hinn 21. september var haldinn fundur þar sem dr. Ármann Snævarr leit til fortíðar og framtíðar með fundarmönnum. Hinn 3. júní var haldið málþing á vegum Dómarafélags íslands og Lög- mannafélags (slands í Fólkvangi á Kjalarnesi um þær breytingar á einkamála- lögum sem gerðar voru með lögum nr. 54/1988. Framsögumenn voru Hákon Árnason hrl., Viðar Már Matthíasson hrl. og Þór Vilhjálmsson hæstaréttar- dómari. Stjórnin hefur nú í undirbúningi að halda fund um málnotkun við ritun dóma. Ef til vill væri þarft og jafnvel nauðsynlegt að halda námskeið af ein- hverju tagi um þetta efni. C. UMSAGNIR UM LAGAFRUMVÖRP OG ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGUR. Stjórn félagsins hefur gefið umsögn um eftirtalin lagafrumvörp og þings- ályktunartillögu: 1. Þingsályktunartillaga um gjafsóknarreglur. 2. Frumvarp til laga um aðför. 3. Frumvarp til laga um breyting á þinglýsingarlögum nr. 39 10. maí 1978. 4. Frumvarp til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds i héraði. 5. Frumvarp til laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umboðsmann Alþingis nr. 13/1987. 7. Frumvarp til laga um samningsbundna gerðardóma. 8. Þá hefur stjórnin haft til umsagnar drög að frumvarpi til laga um kyrr- setningu og lögbann að beiðni höfundar þess, Markúsar Sigurbjörns- sonar prófessors og borgarfógeta, og lauk því starfi nýverið. Umsagnir þessar hafa verið mismunandi ítarlegar. Mest vinna var lögð í umsagnir um aðskilnaðarfrumvarpið, aðfararlagafrumvarpið og drögin að frumvarpi til laga um kyrrsetningu og lögbann. Að samanlögðu hefur verið hér um allmikið starf að ræða sem að mestu leyti hefur verið unnið af stjórnarmönnum, þótt fleiri hafi verið kallaðir til. Verður að segja að erfitt verkefni er að fá flókið, fullbúið lagafrumvarp í hendur til umsagnar, og því miður leyfir tími manna tæplega að umsagnir séu eins ítarlegar og vandaðar og æskilegt væri. Sérstaka ástæðu verður að telja til þess að vekja athygli félagsmanna á frumvarpinu til laga um breytingu á lögum um umboðsmann Alþingis þar sem það snertir sérstaklega stöðu dómara. Frumvarpið var flutt af Auði Eiríks- dóttur, varaþingmanni Kvennalistans. Það var ekki afgreitt á síðasta þingi og ekki vitað hvort það verður endurflutt á næsta þingi. Frumvarpið er svohljóðandi: 1. gr. Við 11. gr. laganna bætist ný málsgrein svohljóðandi: Umboðsmanni ber að fylgjast með framkvæmd dómstóla á lögum og rétti í landinu. Skal hann veita viðtöku kvörtunum um meinta galla á rekstri og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.