Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 49
Við athugun á því hvernig góður og gegn maður hefði hegðað sér við tiltekinn verknað er stundum unnt að fá viðmiðanir frá settum lögum eða ýmiskonar reglum sem settar eru af framkvæmdarvaldshöf- um. 1 þeim dómi sem hér er til umfjöllunar var t.d. vísað í byggingar- reglugerð um útbúnað handriða. Að auki geta venjur á tilteknum starfssviðum verið til hjálpar við sakarmatið. Oft yrði litið svo á að góður og gegn maður mundi hegða sér í samræmi við tíðkanlega fram- kvæmd verks.3 Þegar lögum og venjum sleppir, verður að meta það eftir atvikum hverju sinni hvernig hinn góði og gegni maður hefði hegðað sér við tiltekna athöfn. Rétt er að geta þess að við sakarmatið hafa dóm- stólar undir tilteknum aðstæðum gert mismunandi strangar kröfur til varkárni aðila.4 Það sem í fyrstu vekur athygli við skoðun á áliti meirihluta Hæsta- réttar, er að V er látið bera fulla ábyrgð á tjóninu jafnvel þótt komist sé að þeirri niðurstöðu að 0 hafi sýnt óaðgæslu með því að setjast upp á handriðið. Ástæða þess er væntanlega sú að sök V hafi verið svo mikil, eins og raunar var gefið til kynna í dóminum með orðunum vítavert athæfi, að ekki hafi verið ástæða til þess að taka tillit til þess sem meirihlutinn nefndi óaðgæslu 0. Sjaldnast er gengið lengra í sakar- skiptingu í dómum en sem svarar y5 á móti %. 5 Ef við skoðum nú nánar sök V í málinu, þá byggja bæði meiri- og minnihluti á því að sú hegðun að fjarlægja hækkanirnar hafi verið ámælisverð, en meirihlutinn tekur þó dýpra í árinni og telur að hegð- unin hafi verið vítaverð. Rétt er að nefna fyrst að rök V fyrir því að ekki væri hægt að hafa handriðið mjög hátt, voru þau að hinn upphækkaði danspallur var notaður til ýmiskonar sýninga. Of há handrið mundu skyggja á það sem fram færi á sviðinu, þannig að gestir fengju ekki notið þess sem fram færi á pallinum á fullnægjandi hátt. V hafði sett hækkanirnar við stigaopin upp eftir slys sem varð með þeim hætti að kona féll yfir handriðið þegar hún var að dansa á pall- inum. I framhaldi af því lét V hækka handrið danspallsins allan hring- 3 Um áhrif laga og venja á sakarmatið má vísa í Vinding Kruse, bls. 103—113. 4 Arnljótur Björnsson, bls. 67—75 og 84—85. 5 í dómum Hæstaréttar síðastliðin 10 ár er raunar ekki gengið lengra en að skipta sök í hlutföllunum 14 á móti 3/4. í dönskum rétti gætir þeirrar tilhneigingar að líta framhjá eigin sök tjónþola i málum út af líkamstjóni ef hún telst ekki veruleg. Sjá hér Gomard, bls. 203—204, svo og UFR. 1982:50 H og UFR. 1983:691. 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.