Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 50
inn úr 75 sm í 90 sm og tók þá jafnframt niður þessar sérstöku upp- hækkanir sem voru við stigaopin og voru u.þ.b. 120 sm að hæð. Taldi V nægjanlegt að hafa handriðið 90 sm hátt svo fólk mundi ekki detta yfir handriðið við dansiðkun. Ekkert kom fram í málinu um að sú hækkun hefði ekki nægt til að varna falli af pallinum, rækist fólk óvart á handriðið. Ráðstafanir V voru því ekki hugsaðar til þess að koma í veg fyrir að fólk settist upp á handriðið. Samkvæmt þessu þá hefur V sér það til ágætis að fyrirsvarsmenn þess gerðu sérstakar ráð- stafanir í samráði við sérfróða aðila og byggingaryfirvöld til þess að koma í veg fyrir að tjón yrði á þann hátt sem þeir höfðu reynslu af að gæti hent. En hefði góður og gegn veitingahússeigandi gengið lengra í ráð- stöfunum sínum? Segja má, eins og kemur fram í héraðsdóminum, að sérstök upphækkun á handriðin við stigaopin hefðu vakið athygli gesta á því að um sérstaka hættu gæti verið að ræða. Ef gestir ætluðu að fá sér sæti mundu þeir væntanlega færa sig þangað sem handriðið væri lægra og auðveldara að setjast. Handrið sem er 90 sm hátt gefur út af fyrir sig tilefni til þess að á það sé sest án mikillar fyrirhafnar. öðru máli gegnir um handrið sem væri 120 sm. Meðalmenn þyi-ftu a.m.k. að hafa nokkuð fyrir því að setjast upp á handrið í þeirri hæð, og sú hæð gefur augljóslega til kynna að ekki er ætlast til þess að menn tylli sér á handriðið. Spurningin er hversu miklar kröfur eigi að gera til húseigenda eða í’ekstraraðila veitingahúsa um að útiloka hættur í húsum. Ljóst er að í þessu tilviki væri ófært að gera þá kröfu til V að handriðin væru þannig úr garði gerð að ekki væri unnt að setjast á þau. Ef sú krafa væri gerð þyrfti handriðið í raun að vera rimlar frá gólfi og upp í loft. I þessu tilviki væri kannski eðlilegt, sérstaklega með tilliti til þess að vínveitingar voru seldar í húsinu og gestir almennt ölvaðir, að hand- riðið við stigaopið væri með þeim hætti að gestum hefði greinilega mátt vera ljóst að það væri undir engum kringumstæðum ætlað til þess að setjast á. Þessar kröfur eru og eðlilegar í því ljósi, að það tíðkaðist að gestir settust á handriðin á danspallinum, svo og vegna hinnar miklu slysahættu við stigaopin. Út frá þeim atriðum sem nú hafa verið nefnd, svo og með tilliti til þess að vegna fyrri slysa gafst fyrirsvarsmönnum V tilefni til þess að athuga almennt hvaða slysahættur væru fyrir hendi vegna hand- riðsins, er eðlilegt að telja ámælisverða þá háttsemi V að hafa hand- riðið ekki hærra en 90 sm við stigaopið þegar það var hækkað. Að telja háttsemina vítaverða eða með öllu óforsvaranlega er að mínu 256
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.