Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 39
ar fjárnám vegna vangoldinnar sektar bar ekki árangur.30 Um þá niðurstöðu mátti deila, en hún studdist við gild efnisrök. Meðan sekta- kröfur töldust almennar kröfur, hlaut greiðsla þeirra fyrst og fremst að bitna á öðrum kröfuhöfum, en ekki á þrotamanni, sem unnið hafði til sektar, sbr. 4. mgr. 52. gr. hgl. Við breytingu á skiptalögum árið 1974 urðu sektakröfur réttlægiú en áður í skuldaröð við úthlutun úr þrotabúi. Nú eru sektakröfur eftirstæðar kröfur og koma á eftir almennum kröfum (á undan gjafa- kröfum). Þær bitna því ekki á öðrum kröfuhöfum, sjá 86. gr. skipta- laga nr. 3/1878, sbr. 6. gr. 1. nr. 32/1974, sbr. og 78. gr. gjaldþrota- laga nr. 6/1978.31 Af þessu er ljóst, að sektakröfum má lýsa í þrota- bú, og tæpast leikur vafi á því lengur, að krafa sektainnheimtuaðila geti leitt til gjaldþrotaskipta, sbr. 13. gr. 1. nr. 6/1978.32 1 32. gr. 1. nr. 6/1978 kemur fram takmörkun á skuldajafnaðarrétti að því er varðar eftirstæðar kröfur. Fjárnám verður ekki gert í eignum sökunauts, eftir að bú hans hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, sbr. 1. mgr. 24. gr. 1. nr. 6/1978. Fjárnámsgerð fógeta í eignum þrotamanns á síðustu 6 mánuðum fyrir frestdag bindur þrotabúið á engan hátt, en sé fjárnámið gert fyrir þann tíma, nýtur sektakrafa réttar sem veðkrafa, sbr. 2. mgi'. 24. gr. og 58. gr. 1. nr. 6/1978, og fjárnámsgerðin getur þá yfirleitt orðið grundvöllur nauðungaruppboðs þrátt fyrir gj aldþrotaskiptin. d) Sérreglur um skattsektakröfur. Að því leyti sem lög kveða ekki öðruvísi á, gilda um nauðungarinnheimtu skattsekta sömu reglur og um aðrar fésektir. Aðalreglan er t.d. sú skv. 86. gr. skiptalaga, að skattsektakröfur séu eftirstæðar kröfur. Hins vegar taka öll helstu skattalögin það fram, að um innheimtu sekta, sem ríkisskattanefnd (eða sektarnefnd) úrskurðar, gildi sömu reglur og um innheimtu skatta, þar á meðal um lögtaksrétt, sbr. 5. mgr. 108. gr. 1. nr. 75/1981, 4. mgr. 26. gr. 1. nr. 10/1960, 4. mgr. 31. gr. og 29. gr. 1. nr. 45/1987, sbr. 14. og 15. gr. 1. nr. 90/1987, 4. mgr. 41. gr. 1. nr. 50/1988.33 30 Ólafur Jóhannesson: Skiptaréttur. Rvík 1954, bls. 85. 31 Stefán Már Stefánsson: íslenskur gjaldþrotaréttur. Rvík 1982, bls. 233-236. 32 Sjá einnig hugleiðingar Stefáns Más Stefánssonar: íslenskur gjaldþrotaréttur. Rvík 1982, bls. 64. 33 Með 1. nr. 78/1989 voru felld brott ákvæði um forgangsrétt vanskilafjár og álags við skipti á þrotabúum og skuldafrágöngubúum skv. 2. mgr. 29. gr. 1. nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, og um forgangsrétt virðisaukaskatts, álags o.fl. við skipti ofangreindra búa skv. 2. mgr. 28. gr. 1. nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Þessi breyting hafði ekki áhrif á réttarstöðu sektakrafna, þar sem hin brottfelldu ákvæði tóku ekki til þeirra. Lögtaksréttur fylgir öllum þessum kröfum eftir sem áður. 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.