Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 62

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 62
að dómarar fylgist vel með framvindu þessara mála og kynni sér þau sem best. Stjórn félagsins taldi rétt af þessum sökum að bjóða Stefáni Má Stefáns- syni prófessor að flytja á þinginu erindi um íslenska dómstóla á erlendum vettvangi, en hann hefur fylgst með þróun þessara mála. X. NÆSTA DÓMARAHEIMSÓKN. Heimsóknir íslenskra dómara til dómstóla erlendis hafa gefist prýðilega og orðið mönnum til þekkingarauka og hvatningar. Reyndar eru dómarar búnir að fara svo víða að fækka fer þeim stöðum sem áhugaverðir eru að heim- sækja. Ýmislegt hefur þó verið til umræðu í þessum efnum, s.s. irland, Eng- land, Frakkland, Luxemborg og Sovétríkin. Þá hefur verið rætt bæði fyrr og nú að heimsækja Evrópudómstólinn í Luxemburg, og þarf að skoða það sérstaklega með tilliti til þeirra breytinga sem fyrir dyrum standa í Evrópu. Hver sem niðurstaðan verður er víst að nauðsynlegt er að hefjast handa á næsta starfsári um undirbúning næstu dómaraheimsóknar. XI. AÐSKILNAÐARMÁLIÐ. Kunnara er en frá þurfi að segja að fyrir dyrum standa miklar breytingar á dómstólaskipaninni samkvæmt aðskilnaðarlögunum. Framkvæmd þessara breytinga verður aðalumræðuefnið á þessu þingi. Nauðsynlegt er að félagar í D.í. taki fullan þátt í framkvæmdum og stuðli að því eftir því sem í þeirra valdi stendur að þær megi takast sem best. Framkvæmd laganna nú mun ráða miklu um það hver staða dómstólanna og sýslumannaembættanna verður á næstu árum og áratugum. Því ríður á miklu að vel sé að þeim staðið og á framkvæmdinni verði ekki neinn kotungsbragur. XII. STAÐA DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS OG FRAMTÍÐ. Á þeim tímamótum sem framundan eru í dómstólaskipaninni er óhjákvæmi- legt að skoða sérstaklega stöðu Dómarafélags íslands. Hlýtur þar að koma til athugunar hvort rétt sé að halda uppbyggingu og starfi félagsins óbreyttu eða hvort breytingar á dómstólaskipaninni kalla á breytingar á félagsskipan- inni. Nauðsynlegt er að umræður um þetta efni hefjist sem fyrst. Reykjavík, 3. október 1989. Friðgeir Björnsson Halldór Kristinsson Pétur Kr. Hafstein Valtýr Sigurðsson Haraldur Henrýsson FRÉTTATILKYNNING Þing Dómarafélags íslands var haldið 5. og 6. október sl. Óli Þ. Guð- bjartsson dómsmálaráðherra ávarpaði þingið við setningu þess svo og for- maður L.M.F.Í., Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður. Aðalumræðuefni þingsins var framkvæmd laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði bæði að því er varðar nauðsynlega lagasetningu samfara aðskilnaðinum og eins húsnæðismál og aðbúnað nýrra dómstóla. Þá var einnig rætt um áhrif aðskilnaðarins á stöðu sýslumannsembættanna. 268

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.