Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 61
1. The responsibility of the judge. His role and position vis-a-vis other powers within the State and the Society. The independence of the Judiciary. The accountability of its members to the State and to the individuals. 2. The judge and the co-operation of other Justice-related professions: Lawyers, Law-Professors, Pubiic Notaries, Professional Experts (in Medicine, Engineering, Commercial practice, etc.), other State- Officials. 3. The judge and some critical aspects of the modern criminal proceed- ing, with practicular regard to the pre-trial detention and its alternatives. TöluverS vinna hefur farið til undirbúnings þátttöku í aSalfundinum, s.s. aS svara spurningum formanna 1. og 3. nefndar, en svör aðildarfélaganna verða lögð til grundvallar umræðum. Alþjóðasamband dómara hefur unnið að því að koma á samstarfi við hinar ýmsu nefndir Evrópuráðsins, þannig að fulltrúi sambandsins taki þátt í störf- um þeirra sem beinn þátttakandi eða áheyrnarfulltrúi. VII. DÓMARAFÉLAG ÍSLANDS Dómarafélag íslands verður 50 ára 1991. Sjálfsagt mál er að þeirra tíma- móta verði minnst með einhverjum hætti. Af og til hefur verið rætt um að skrifuð yrði saga félagsins. Vafasamt er að sú söguskráning sé möguleg vegna þess að svo virðist sem mikið af gögnum félagsins sé ekki í þess fórum. Vera kann að þessi gögn sé einhvers staðar að finna, og ef svo skyldi vera að félagsmenn hefðu eitthvað undir höndum af því tagi væri æskilegt að þeir létu stjórn félagsins vita sem fyrst af því. Hvað sem þessari hugmynd líður þá er nauðsynlegt að athuga sem fyrst með hvaða hætti mögulegt er að minnast afmælisins svo að sómi sé að. VIII. NORRÆNA LÖGFRÆÐINGAÞINGIÐ Á ÍSLANDI 1990. Eins og kunnugt er verður þing norrænna lögfræðinga haldið hér á landi dagana 22.—25. ágúst 1990. Ástæða er til þess að hvetja félagsmenn til þátttöku í þinginu. Á undanförnum þingum norrænna lögfræðinga hefur verið venja að stjórn- ir norrænu dómarafélaganna og stundum aðrir dómarar sem þingin hafa sótt hittist sérstaklega daginn fyrir þingið og ræði sameiginleg áhugamál. Var þessi siður tekinn upp að frumkvæði dr. Ármanns Snævars. Sjálfsagt er að halda hann í heiðri og hefja undirbúning að þessum fundi. Finnskir dóm- arar hafa þegar haft samband við stjórn D.i. um þennan fund, og ætlunin er að formenn norrænu dómarafélaganna hittist á þingi Alþjóðasambands dómara nú í haust til að ræða um fundarefni og skipulagningu fundarins. IX. BREYTINGAR í EVRÓPU. Ekki hefur farið framhjá neinum að árið 1992 verða ríki Evrópubandalags- ins eitt markaðssvæði. Fríverslunarbandalag Evrópu, EFTA, á nú í samninga- viðræðum við EBE löndin um viðskipti og verslun undir forystu utanríkisráð- herra íslands. Þessir samningar munu nær örugglega hafa ýmsar breytingar í för með sér, jafnvei á lögsögu íslenskra dómstóla. Er full ástæða til þess 267

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.