Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 55
8. Hinn 28. september 1989 var haldinn félagsfundur ásamt Lagadeild há- skólans, þar sem Jens Evensen dómari í Alþjóðadómstólnum l Haag flutti fyrirlestur um efnið „The protection of the Environment in the Modern Law of Nations“. Fundargestir voru 62. Fundarstaður var Lögberg, nema erindi umboðsmanns Alþingis var flutt á Hótel Sögu, í fundarsal. Kvöldverðarfundur á aðventu var á Hótel Sögu og hádegisverðarfundur var í Viðey, þar sem Sigurður Líndal prófessor gaf yfirlit yfir sögu staðarins og sr. Þórir Stephensen sagði frá kirkjunni og staðn- um. Bókaðir fundarmenn á fundunum voru alls 435, þ.e. rúmlega 62 að meðaltali á hverjum fundi. Hið árlega málþing félagsins var haldið á hefðbundnum degi, sem er síð- asti laugardagur í september, að þessu sinni 20. september 1989. Það var haldið á Hótel Selfossi og var flutningaréttur tekinn fyrir að þessu sinni. Framsögumenn voru Magnús Þ. Torfason fyrrv. hæstaréttardómari, Ragnar Aðalsteinsson hrl., Arnljótur Björnsson prófessor, Gunnar Helgason hrl. og Magnús K. Hannesson lektor. Að venju hófst þingið kl. 10.00 og stóð til kl. 17.00 með hádegisverðar- og kaffihléum. í lokin var borinn fram síðdegis- drykkur. Þátttakendur voru 67 talsins, sem er nokkru minna en yfirleitt hefur verið á málþingum. Varaformaður félagsins, Þórunn Guðmundsdóttir hrl. hafði forystu fyrir undirbúningsnefnd og stjórnaði þinginu, og var það allt til fyrirmyndar. Stjórn félagsins þakkar öllum þeim sem tóku að sér að flytja erindi og upplýsa félagsmenn fyrir stuðning þeirra. Stjórnarfundir voru alls 12. Auk þeirra var að venju unnið mikið starf á milli funda. Gjaldkeri félagsins, Sigríður Thorlacius, annaðist fjármál og bók- hald af mikilli prýði, Guðrún Margrét Árnadóttir framkvæmdastjóri tímarits- ins vann mikið og erlissamt starf í þágu þess, og ritarinn Ingvar J. Rögn- valdsson annaðist allar bókanir og skjalavörslu. Framkvæmdastjórinn, Sigríður Logadóttir lögfræðingur, vann mikið og gott starf, en lét af störfum sínum 1. október 1989. Við starfi hennar tók Hilmar Vilhjálmsson viðskiptafræðinemi, og væntir stjórnin mikils af honum í við- leitni sinni við að efla fjárhag félagsins og tímaritsins. Framkvæmdastjóri hefur aðsetur í skrifstofu félagsins, sem er í húsnæði Lögmannafélags íslands að Álftamýri 9 hér í borg. Fastur viðtalstími fram- kvæmdastjóra er á þriðjudögum kl. 11—13. Simi skrifstofunnar er 68 08 87. Utan viðtalstíma tekur símsvari við skilaboðum og vinsamlegum ábendingum. Stjórn Lögmannafélagsins lætur skrifstofuaðstöðu þessa, ásamt geymslu fyr- ir eldri áranga af Tímariti lögfræðinga, í té endurgjaldslaust og er það mikils metinn stuðningur við félagið. Fastur liður í störfum stjórnar er endurskoðun félagaskrár. Félagsmenn hafa verið taldir 839, en vegna vanskila á greiðslu félagsgjalda hafa í ár verið sendir 670 gíróseðlar til þeirra félagsmanna, sem taldir eru líklegir til þess að greiða félagsgjaldið, og teljast því virkir félagsmenn. Það er áhyggjuefni ef félagsmenn greiða ekki félagsgjöld sín í tíma, til þess að leggja fram sinn skerf til þess að halda uppi félaginu. Stór hluti af félagsgjaldi rennur beint til Bandalags Háskólamanna, þar sem Lögfræðingafélagið er aðili að því bandalagi. Framtíð BHM er enn í óvissu, og aðild félagsins hefur verið mjög tii umræðu á árinu, eins og undanfarin 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.