Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 3
TIMARIT 0>(|} LÖGFRÆÐINGA 4. HEFTI 40. ÁRGANGUR DESEMBER 1990 FÉLAGSMÁL DÓMARA Um þessar mundir er Dómarafélag íslands 50 ára. Það hét upphaflega Félag héraðsdómara en er nú félag allra embættismanna sem með dómsvald fara, saksóknara og þeirra dómarafulltrúa sem hafa dómstörf að aðalstarfi. Þeir síðastnefndu verða þó ekki sjálfkrafa félagar. Auk þeirra sem nefndir hafa verið eru í félaginu rannsóknarlögreglustjóri, tollgæslustjóri, tollstjórinn í Reykjavík, lögreglustjórinn í Reykjavík og hæstaréttarritari. Ár hvert er háð dómaraþing. Þá halda Dómarafélag íslands, Sýslumannafé- lagið og Dómarafélag Reykjavíkur aðalfundi sína. Dómarafélag Reykjavíkur er að því leyti rangnefni að í því eru, auk héraðsdómara í Reykjavík, bæði hæstaréttardómarar, saksóknarar og héraðsdómarar með því starfsheiti utan Reykjavíkur. Um mitt ár 1992 verður róttæk breyting á skipan dómsmála og stjórnsýslu ríkisins í héraði. Inntak hugtaksins dómsvald í íslensku réttarfari breytist og sýslumenn verða eftir það dómstarfalausir stjórnsýsluumboðsmenn. Dómarar verða með öllu umboðsstarfalausir. Það gefur auga leið að félagsskipun dómara hlýtur að breytast við þetta, og verður að huga að skipulagsbreytingum eigi síðar en á næsta dómaraþingi, sem væntanlega verður sett á afmæli Dómarafélags íslands 10. október næstkomandi, enda var samþykkt á síðasta aðalfundi félagsins að fela stjórn þess að hafa samráð við stjórnir hinna félaganna um þessi mál. Við endurskilgreiningu hugtaksins dómsvald hafa ýmsir þættir þess, sem eiga meira skylt við stjórnsýslu, verið greindir frá og verða framvegis sem hingað til í höndum sýslumanna, en hlutur sýslumanna í saksókn verður stóraukinn frá því sem áður var. Saksókn er í rétti ýmissa ríkja, einkum á meginlandi Evrópu, skilgreind með vissum hætti sem þáttur í dómsvaldi. Skarð væri fyrir skildi ef sýslumenn, sem upphaflega voru kjarni félagsins, hættu nú að sækja dómara- 201

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.