Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 6
„erfðaréttur“, heldur vísar það frekar til aðferðar, þ. e. þeirrar aðferðar að bera saman rétt mismunandi ríkja. Af orðinu verða hins vegar dregnar litlar ályktanir um raunverulegt viðfangsefni greinarinnar. Það er vandkvæðum háð að finna annað íslenskt orð sem iýsir betur viðfangsefni greinarinnar, þar sem viðfangsefni hennar er ekki bundið við neitt ákveðið svið réttarins. Markvissara heiti á greininni væri etv. samanburður réttarkerfa, en þar sem orðið „samanburðarlögfræði“ hefur unnið sér nokkuð fastan sess í íslensku lagamáli er heppilegt að nota það áfram þar til annað betra finnst.3 1.2 Viðfangsefni samanburðarlögfræðinnar Meginástæða þess að illa gengur að finna heppilegt orð sem á fullnægjandi hátt lýsir því sem fengist er við í samanburðarlögfræði er víðfeðmi viðfangsefnis- ins. Pá má einnig benda á að sérkenni greinarinnar felst að öðru leyti í ákveðinni aðferð við að nálgast valin viðfangsefni. Viðfangsefni samanburðarlögfræðinnar er rétturinn í víðasta skilningi. Þeir sem leggja stund á samanburðarlögfræði gera sér far um að afla upplýsinga um rétt margra ríkja á tilteknu sviði í því skyni að bera hann saman og glöggva sig á sérkennum réttar hvers ríkis. Tilgangur manna með þessu getur verið afar mismunandi eins og síðar verður vikið að. Á þessum grunni hefur orðið til sérstakt viðfangsefni samanburðarlögfræðinnar sem ekki rúmast innan annarra greina, en það er flokkun á rétti heimsins í svokölluð réttarkerfi. Nánar verður rætt um þessa flokkun og þau atriði sem hún byggist á síðar. 1.3 Er samanburðarlögfræði sjálfstæð grein innan lögfræðinnar? Sumir hafa dregið í efa réttmæti þess að telja samanburðarlögfræðina sjálfstæða grein innan lögfræðinnar.4 Þeir sem þessu halda fram hafa einkum í huga að viðfangsefni hennar sé illa afmarkað og að þar sé ekki fengist við neitt sem ekki sé fjallað um í öðrum greinum lögfræðinnar. M.ö.o. það sé ekki hægt að benda á nein fyrirbrigði réttarins sem samanburðarlögfræðin fjalli ein um. Bent er á að það sé bæði eðlilegur og óhjákvæmilegur hluti af einstökum undirgreinum lögfræðinnar að fjallað sé um hliðstæð fyrirbæri í rétti annarra 3 Sjá t.d. Ármann Snævarr: Almenn lögfræöi 1989, s. 127 (orðið er einnig notað í eldri útgáfum af ritinu), Páll Sigurðsson: „Samanburðarlögfræði”. Úlfljótur 1976:2, s. 69-81, Jónatan Pórmundsson: „Fordæmi sem réttarheimild í breskum og bandarískum rétti", Úlfljótur 1969: 4, s. 357-376. 4 Sjá t.d. Konrad Zweigert og Hein Kötz: Einfúhrung in die Rechtsvergleichung, (Auf dem Gebiete des Privatrechts), Tubingen 1971, Band I, s. 2, (hér eftir vísað til sem Zweigert og Kötz 1971), René David og John E.C. Brierley: Major Legal Systems in the World Today, (An Introduction to the Comparative Study of Law), s. 3 (hér eftir vísað til sem David og Brierley) og Glendon, Gordon og Osakwe, s. 2. 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.