Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 7

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 7
þjóða til samanburðar og aukins skilnings. Þetta geri menn stöðugt þegar tilefni er til og engin ástæða sé því til að fjalla um slíka hluti í sérstakri fræðigrein. Þeir sem halda þessu fram leggja fyrst og fremst áherslu á samanburðarlög- fræði sem ákveðna aðferð, en líta síður á hana sem grein með sjálfstætt rannsóknarandlag eða viðfangsefni. Þessi gagnrýni stenst ekki. Það kemur strax í ljós þegar yfirlitsrit um samanburðarlögfræði eru skoðuð. Fæst þeirra fjalla um samanburð af því tagi sem gjarnan er að finna í ritum um afmörkuð svið réttarins. Þvert á móti fer mest rúm í að gera grein fyrir skiptingu réttarins í réttarkerfi og þeim atriðum sem slík skipting er reist á. Þá er rakin þróun réttarhugmynda, einstökum réttarkerfum lýst og gerð grein fyrir mismunandi hugmyndum um hlutverk réttarins í þjóðfélaginu. Yfirlitsnámskeið í saman- burðarlögfræði innan veggja háskóla eru byggð upp með svipuðum hætti. Það er því af og frá að unnt sé að gera viðfangsefnum samanburðarlögfræðinnar fullnægjandi skil innan þeirra greina lögfræðinnar sem fást við afmörkuð réttarsvið. 2. NYTSEMI SAMANBURÐARLÖGFRÆÐINNAR Markmið samanburöarlögfræðinnar sem sj álfstæðrar fræðigreinar er að skapa heildarmynd af rétti heimsins. Liður í því er að skipta honum í réttarkerfi. Fyrsta stigið í þessari viðleitni er að safna upplýsingum um réttarhugmyndir og rétt einstakra ríkja. Með því að bera þetta saman kemur í ljós mismunur, sem kann að vera þess eðlis að réttmætt sé að tala um mismunandi réttarkerfi. Þetta varpar einnig ljósi á ólíkar hugmyndir manna um eðli réttarins. Markmið samanburðar- lögfræðinnar eru því ekki frábrugðin markmiðum annarra fræðigreina, sem eru aukin þekking og aukinn skilningur. Að auki er greinin nytsamleg á margan hátt. Skulu hér nefnd nokkur atriði sem hljóta að varða nokkru þegar nytsemi samanburðarlögfræðinnar ber á góma:5 1) Rannsóknir í samanburðarlögfræði gegna þýðingarmiklu hlutverki í réttar- heimspeki og almennri lögfræði, þar sem þær geta varpað ljósi á mismunandi hugmyndir manna um eðli réttarins og hlutverk hans í samfélaginu. 2) Sumir ganga svo langt að draga í efa að rannsóknir í lögfræði sem ekki felur í sér einhvers konar samanburð við rétt annarra þjóða geti talist fræðilegar. Slíkur samanburður hvetji til gagnrýni á eigin rétt og opni nýjar leiðir til lausnar á þeim vanda sem lagareglunum er ætlað að leysa. 3) Við undirbúning nýrrar löggjafar er samanburður við rétt annarra þjóða á því sviði afar þýðingarmikill. í löggjafarstarfi er erfitt að koma við tilraunum. Af þeim sökum er mikilvægt að kynna sér hvernig aðrar þjóðir hafa leyst sams 5 Sjá hér að auki E.D. Grave: „The Significance of Coraparative Legal Research“, Tidskrift for Retsvitenskap 1981: 4 s. 481-495 (sérstaklega s. 485 og áfram). 205
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.