Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Qupperneq 10
eða hagsmunir þessir skyldu veittir án endurgjalds, skal gerningur sá, er
þannig er til kominn, ógildur gagnvart þeim aðila sem á var hallað með
honum. Sama gildir þótt annar maður en sá, sem gerningur var gerður við,
eigi sök á misferli því sem getið erí 1. málsl. þessarargreinar, endasé þeim,
er haginn átti að hafa af gerningnum, það kunnugt eða megi vera það
kunnugt.
Vandinn sem þessari reglu er ætlað að leysa er í stuttu máli sá að til eru menn
sem notfæra sér einfeldni, fákunnáttu eða léttúð annarra til þess að áskilja sér
meiri hagsmuni en eðlilegt getur talist miðað við kringumstæður. Til að taka á
þessum vanda er sett tilvitnuð lagaregla. Lögfræðingar hafa kosið að kalla þá
hegðun sem reglan lýsir „misneytingu", en almenningur kallarþetta einfaldlega
svindl og svínarí. Gerum nú ráð fyrir að með tímanum komi í ljós að reglan sé
ekki fullnægjandi og endurskoðunar sé þörf. Endurskoðunarstarfið felst m.a. í
því að kanna rétt annarra ríkja. Eitt af þessum ríkjum er Frakkland. Þegar að er
gáð kemur hins vegar í ljós að heildarákvæði um það sem íslenskir lögfræðingar
kalla misneytingu er ekki til í frönskum rétti. Nú er auðvelt að hrapa að þeirri
ályktun að slíkt svínarí sé annað hvort látið viðgangast í Frakklandi eða þá að þar
séu allir svo heiðarlegir að engin þörf sé fyrir svona ákvæði. Fyrirmynda verði
því ekki leitað þar. Þegar betur er að gáð kemur þó í ljós að í frönskum rétti er að
finna ákvæði sem nokkur saman gegna sama eða svipuðu hlutverki og misneyt-
ingarákvæðið í íslensku samningalögunum. Vandinn er til staðar í Frakklandi,
en leitast er við að leysa hann eftir öðrum leiðum. í ljós kemur að það er ekki
neitt eitt ákvæði í frönskum rétti sem gegnir hlutverki misneytingarákvæðisins,
heldur eru þau nokkur. Sem dæmi má nefna sérstaka reglu um vaxtaokur, en þar
er heimild til lækkunar vaxta ef viðsemjandi þykir hafa áskilið sér hærri vexti en
hæfilegt þykir. Einnig er að finna sérreglu um fasteignakaup þar sem t.d. er gert
ráð fyrir því að ógilda megi samning ef eign er seld undir 7/12 af raunverulegu
verðgildi, sbr. Code civil gr. 1674. Þá má nefna að franskir dómstólar hafa
stundum ógilt samninga vegna þess sem kalla má ónógar ástæður (cause) eða
vegna rangrar (fausse) eða ólögmætrar (illicite) ástæðu á grundvelli gr.
1131-1133 í Code civil!0 Þ.e. ekki verður komið auga á neinar skynsamlegar
ástæður fyrir því að samningur er tiltekins efnis. Þessi ákvæði og ýmis önnur gera
það að verkum að síður er þörf fyrir sérstakt ákvæði um það sem íslenskir
lögfræðingar kalla misneytingu. Til þess að samanburðurinn verði marktækari
getur einnig verið nauðsynlegt að skoða aðrar reglur fransks samningaréttar,
t.d. um form samninga, skráningu o.s.frv. Þessar reglur geta verið þannig úr
garði gerðar að í sumum tilfellum sé minni hætta á að misneytingartilfelli komi
upp og vandinn því annar eða minni fyrir bragðið.
10 Sjá t.d. Páll Sigurðsson, Kringsjá: Þættir um erlendan rétt og samanburðarlögfræði, Rvík 1989, s. 50
(hér eftir vísað til sem Páll Sigurðsson).
208