Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 19

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 19
Dómstólarnir á meginlandi Evrópu höfðu hins vegar mun veikari stöðu og reyndust ófærir um að skapa réttareiningu. Ástæðan fyrir því er venjulega talin vera stöðug barátta veraldlegra og kirkjulegra yfirvalda á meginlandi Evrópu og skipting meginlandsins í ótal smáríki. í samræmi við þetta var ekki til neinn öflugur æðri dómstóll sem dómarar við lægri dómstóla gátu reitt sig á og sótt fyrirmyndir til eins og gerðist á Englandi. Dómstólarnir höfðu því sáralítil áhrif við mótun réttarins. Meginuppspretta réttarins var á hinn bóginn rómaréttur eins og hann birtist mönnum í rómversku lögbókinni corpus juris civilis sem tekin var saman að undirlagi Justiníanusar keisara hins heilaga rómverska ríkis árið 534 e. kr., þýskur og franskur venjuréttur og ýmsar konunglegar og keisaralegar tilskipanir. Þegar tilskipunum valdhafanna sleppti voru það háskólakennarar með rann- sóknum sínum á rómarétti og venjuréttinum sem höfðu einna mest áhrif á mótun réttarins. M.ö.o. þá höfðu dómstólarnir á meginlandinu sáralítil áhrif á þróun til réttareiningar og höfðu raunar lítil áhrif á efni réttarins yfirleitt. Dómstólar voru í samræmi við þetta álitnir hallir undir yfirvöldin og höfðu litla tiltrú hjá þorra almennings. Elin settu lög, sem stöfuðu frá hinu pólitíska valdi, voru því sú réttarheimild sem menn reiddu sig mest á. Þetta reyndist síðar áhrifamikið tæki til að vinna að réttareiningu í ríkjum meginlandsins. Sögulega er annar mjög mikilvægur munur á Common law og meginlandsrétt- inum. Á Englandi mótaðist Common law hægt og bítandi í gegnum öldurót byltinga og sviptinga í stjórnmálum. Á meginlandinu gerðist þetta í risastórum stökkum, þar sem réttareiningu var komið á með mjög skjótum hætti í sumum ríkum. Hér er skemmst að minnast setningar frönsku borgaralögbókarinnar Code civil í Frakklandi 1804. Slíkar lögbækur eru með öllu óþekktar í Common law ríkjum. 2. Sett lög og dómafordœmi í orði kveðnu eru sett lög álitin æðst allra réttarheimilda í ríkjum meginlands- réttarins. í samræmi við það er talið mikilvægt að finna úrlausnum dómstóla stoð í settum lögum, eða öðrum réttarreglum sem hugsanlega hafa komist á fyrir venju eða á annan hátt. Þar af leiðandi snýst stór hluti af starfsemi dómstólanna um það að túlka og skýra gildandi réttarreglur. í Common law eru dómafordæmi (precedents) álitin æðsta réttarheimildin, a.m.k. í orði, þó að svo sé raunar ekki alltaf á borði. 3. Aðferðafrœði lögfrœðinga Aðferðafræði lögfræðinga mótast töluvert af sjónarmiðinu um hlutverk settra laga annars vegar og dómafordæma hins vegar. Þetta kemur ekki síst fram í laganáminu sjálfu. 217

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.