Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 24
gengið hafa síðustu ár. Er ljóst að mikil breyting hefur orðið á túlkun reglunnar í þá átt að víkka umtak hennar og hefur hún af þeim sökum fengið aukna þýðingu.4 Nauðsynlegt er að hafa þessa staðreynd í huga við mat á fordæmisgildi eldri dóma því auðvelt er að finna dóma þar sem dómara væri nú gert að víkja sæti, en ekki áður.5 6 7 Af framansögðu er ljóst að túlkun reglunnar getur verið erfið. Ekki síst þar sem fáar leiðbeiningar er að finna í greinargerð frumvarps þess er varð að eml. til skýringar á umtaki 7. tl. 36. gr. eml. Verður því að líta til þeirra lagaraka sem liggja til grundvallar reglunni svo og viðtekinna skýringarsjónarmiða. 3. MARKMIÐ HINNA SÉRSTÖKU HÆFISREGLNA Forsenda þess að aðilar, sem áttu í deilu til forna, fengust til þess að bera hana undir þriðja mann til úrskurðar, hefur sennilega verið sú að úrskurðaraðilinn væri ekki einn af deiluaðilum heldur stæði utan deilunnar og væri hlutlaus og óhlutdrægur aðili sem deiluaðilar bæru traust til. Að því er best verður séð, virðast hafa verði gerðar sérstakar hæfiskröfur til dómara hér á landi allt frá þjóðveldisöld." Reglurnar hafa hins vegar breyst mjög í tímans rás, bæði að því er varðar orðalag hinna sérstöku hæfisreglna og einnig vegna breyttrar túlkunar, eins og áður er minnst á. Meginrökin fyrir þeirri kröfu að dómari skuli vera óhlutdrægur eru þau að líklegt er að ekki fáist efnislega rétt niðurstaða hjá hlutdrægum dómara, þar sem hætta er á að hann muni, meðvitað eða ómeðvitað, láta ómálefnaleg sjónarmið hafa áhrif á dómsniðurstöðuna. Þetta gæti t.d. komið fram í því að dómari mæti þeim aðila, sem hann væri vilhallur, allan vafa í hag. Megintilgangur hinna sérstöku hæfisreglna er því að stuðla að efnislega réttri niðurstöðu. Verður þetta sjónarmið hér eftir nefnt öryggissjónanniðið.1 Þetta er þó ekki talið nægjanlegt, því enda þótt dómari teldist í raun óhlutdrægur eftir nákvæma rannsókn, kunna tengsl hans við fyrirliggjandi mál eða aðila þess að vera með þeim hætti að þau séu til þess fallin út í frá séð að vekja grun um hlutdrægni hans. Þar sem erfitt er að ganga úr skugga um óhlutdrægni dómarans þarf oft lítið að koma til svo að grunur um hlutdrægni 4 Má sem dæmi nefna að í þeim tilvikum er dómarar viku sæti á árabilinu 1942-1951 var það gert í 14,7% allra tilvika með tilvísun til 7. tl., ýmist eins sér eða ásamt öðrum töluliðum 36. gr. eml. Á árabilinu 1977-1986 viku dómarar hins vegar í 38% tilvika með tilvísun til 7. tl. ýmist eins sér eða ásamt öðrum töluliðum. Páll Hreinsson: Setudómarar, 46. 5 Sjá t.d. HRD 1953 36. Við rannsókn málshafði Á lagt fram reikning varðandi stólasem hann hafði keypt af sakborningi (H). Var H síðan ákærður fyrir ýmis brot, m.a. á verðlagslögunum á grundvelli reiknings þessa. Þrátt fyrir það var Á talinn hæfur sem samdómandi í málinu. 6 Sjá t.d. hinar ströngu hæfisreglur í Grágás sem giltu um skapaþingin að Fimmtardómi undanskild- um. Grágás Ia 38-39 og 46-50. 7 f dönsku nefnt garantihensynet, sbr. Rönsholdt, S., Om dommeres specielle habilitet, 285. 222

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.